Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 11

Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 11
raun réttri nokkurskonar annað heim- W Þess ..Að lokum lætur skáldið í 'Jós þá ósk, að hið glæsilega hús, félagsheimilið Hlégarður, gæti stuðlað því, að sveitungar hans yrðu um •istkröfur og listsmekk jafnokar fyrri ^anna á þeim tímum, þegar jafnvel Hninnstu kirkjur, löngu aflagðar, ”9eymdu fjöld listaverka og list- muna“. það mætti virðast ólíklega hógvær °sk á þessari tíð, að jafnglæsilegt mannvirki og meiri háttar félagsheimili nutímans næði jafnfætis smákirkjum fornum um áhrif til þroska á einhverju sv'ði mannlegs lífs. Og tæplega er Þessi samjöfnun í fyllsta samræmi við °Pinber viðhorf, ef tekið er mið af stuöningi ríkisins við kirkjubyggingar °9 þá menningarstarfsemi, sem fram |er á vegum safnaða. Ég nefni aðeins 1 því sambandi þann gilda þátt og raunar undirstöðu í tónlistarlífi lands- ^^nna, sem kirkjan rækir og ræktar. En það er góðra gjalda vert að meta sem vel var gert í fortíðinni. erkar rannsóknir hafa vakið athygli a K hversu fátæka ísland fyrri alda atti veglegar kirkjur. Og þrátt fyrir e|nangrun hélt kirkjan landinu í lifandi ^engslum við alþjóðlega hámenningu. 0rnar messubækur eru m. a. til vitn- Um það, að söngmenning og tón- I ennt’ frjóvguð af áhrifum annarra en með innlendum einkennum 9 blæ, náði athyglisverðum blóma og þ °s^a innan vébanda kirkjunnar. rannig fékk listgáfa þjóðarinnar fram- tMS '■ farvegi tilbeiðslunnar. Það er ekki Q VltjUn a3 orðin ,,kúltus“ (guðsdýrkun) ^ ”kúltúr“ (menning) eru samstofna. enning er vaxin af rótum trúarinnar og hefur dafnað í skjóli hennar. Og þá hefur jafnan sótt feigð að menningu, þegar þessar rætur tóku að visna eða vanskapast. Sagan flytur sína lærdóma. Þá ber að virða. Og maður fortíðarinnar á kröfu á réttdæmi engu síður en bróðir nútíðar. Ég er enginn laudator temp- oris acti. En það samrýmist ekki mín- um skilningi á réttmætri virðingu fyrir manninum og tiltrú til mannlegs eðlis, að sjá varla annað en fákænsku, slysni og myrkur í slóð liðinna kynslóða. Og fátt er ómerkilegra en að upphefja sjálfan sig á kostnað fyrri tíðar manna, sníkja sér lófatak frá samtíðinni út á stórmæli um þeirra hugsun og gerðir. Það hefur verið sagt, réttilega, um slíkan prédikunarmáta, að hann minni mest á Stóra-Kláus í sögunni kunnu, þegar hann var að selja ömmu sína dauða. Enginn fitnar á megurð eða melt- ingarkvillum annarra. Eins víst er hitt, að vér fljúgum ekki á annarra fjöðrum. Og enn er það Ijóst, að kristni nútíðar verður ekki metin eða dæmd eftir því, hvaða áhrif hún hefur á listræna smekkvísi eða hvað eftir hana kann að liggja á sviði áþreifan- legra umsvifa. Slíkt er, þegar bezt lætur, bending um innri þrótt, aldrei meira, getur hugsanlega verið minna og annað. Kirkjan var ekki alltaf heil- ust í rót þegar limið var mest. Þegar þýzki lærdómsmaðurinn Adolf von Harnack rekursögufornkirkjunnar, þá leitar hann að svari við því, hvernig kirkjan gat breiðzt út og eflzt gagn- stætt öllum áþreifanlegum rökum. Og hann nemur staðar við þá sagnfræði- legu staðreynd, að kristnir menn áttu 89

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.