Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 36

Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 36
SÉRA HEIMIR STEINSSON: Umræðu lokið að sinni Séra Kristján Róbertsson flytur mér ,,Andsvar“ í nýútkomnu Kirkjuriti, I 1976. Hér er öðru sinni að verið. Í fyrstu sendingu sinni nefndi sr. Kristján grein mína í Kirkjuriti IV 1974 „strákslegan skæting“, er borizt hefði ,,frá Skálholti." Nú kveðst hann hvorki hafa verið stórorður í minn garð né veitzt að persónu minni, „atvinnu eða heimili". Þetta þykir mér Ijúft að lesa, hvernig svo sem mér eða öðrum á að takast að skilja það. Sr. Kristján kveður mig hafa verið of harðleikinn við andstæðinga til þess að áfellast sig fyrir stóryrði. Hér fer honum verr en í fyrra dæminu. Þessi athugasemd bendir til þess, að sr. Kristján hafi með öllu hlaupið yfir þau orð, er ég lét falla um þetta efni í „Svari“ til hans í Kirkjuriti II 1975. Þar undirstrikaði ég, að engar persónu- legar árásir var að finna í hinni fyrstu grein minni. Þær komu fyrst fram af hálfu þeirra, er að mér réðust í dag- blöðum og víðar. Þeirri „skeleggu sveit,“ — eins og sr. Kristján nefnir þetta fólk, — reyndi ég vissulega að gjalda rauðan belg fyrir gráan, þegar ég um það hirti, enda var ávallt ærið tilefnið. En sjálfur hóf ég þessa deilu með hörðum orðum um málefni og ekki um menn. Þetta bið ég sr. Kristján ígrunda og lesa að nýju til innganginn að fyrr nefndu „Svari“. Ef til vill rekur hann einnig minni til þess, að ég seint og snemma mæltist undan átökum í dag- blöðum eða öðrum enn frekari fjöl- miðlum. Um þetta efni komst ég með- al annars svo að orði í Morgunblaðinu 19. júní í fyrra: „Ein af ástæðunum til þess, að ég var frá upphafi andvígur deilum í dag- blöðum, var reyndar sú, að ég óttað- ist ,,málflutning“ af þessu tagi (þ. e- persónuníð ýmiss konar, — innskot hér). Það virðist vera eðli átaka í dag- blöðum, að þau snúast alla jafna upP í marklausan pataldur hringsviðsins, og skirrast gladíatorar engin ÞaU brögð, er verða mega til þess, að and- stæðingur Þíti í gras.“ Þessa tilvitnun mætti auka öðrum, sömu merkingar. En það er óþarf*- 114

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.