Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 40
Báðir erum við menn á einni jörð og eigum hvor um sig sama rétt á eigin hugarheimi. Og illt er, ef samband okkar rofnar að fullu, svo að við fram- vegis ekki getum talað um annað en skepnuhöld og aflabrögð, er við hitt- umst á förnum vegi. Þess vegna leyfi ég mér nú að varpa fram spurningu, sem sr. Kristján mun fá ígrundað jafn auðveldlega og aðrir. Skal með þeim hætti gerð tilraun til að skiptast á orðsendingum milli heimanna tveggja, — þrátt fyrir allt: Er ekki hugsanlegt, að eitthvað sé hæft í þeirri heimsmynd, sem ég mun hafa tileinkað mér? Er allsengin ástæða til að ætla, að sú átakanlega örvænting, sem mér virðist menning okkar daga vitna um, sé raunverulegri en svo, að hún geti talizt meinloka nokkurra manna og ímyndun ein? Verði svarið við þessari spurningu jákvætt, spyr ég enn: Getur kristinn maður gengið þegjandi hjá þeim garði samtímans, sem ég nú í fáum orðum lýsti, og látið sem honum ekki komi það við, er þar fer fram? Er rétt að reyna að draga fjöður yfir meðvituð eða ómeðvituð neyðaróp samtíma- manna, loka eyrum, jafnvel áfellast þá, sem hlusta? Erum við ekki bræður þeirra, sem þjást allt umhverfis okkur? Er okkur ekki skylt að horfast í augu við ástand þeirra og flytja þeim fagn- aðarerindið sem svar við þeim bænar- orðum, sem það ástand ber sér í fjöðrum? Viktor Frankl hefur maður heitið, austurrískur geðlæknir, lærður í ströngum skóla langrar ævi, virtur um vestanverða Evrópu. Hann fjölyrðir mjög í ritum sínum um það, sem hann nefnir „sameiginlega taugaveiklun“ okkar tíma. Þeirri sameign hefur hann gefið heitið ,,tilverutóm“. í því felst þetta, að allur þorri manna lifir í lausu lofti, án þess að hafa fast land undir fótum, án takmarks og tilgangs, án trúar og vonar. Mér er ekki kunnugt um, að niður- stöður Frankls, byggðar á áratuga reynslu, hafi verið hraktar. Margt er það raunar, sem bendir til þess, að þróun mála allra síðustu árin sé enn átakanlegri en rit hans til skamms tíma gáfu til kynna. Og enn spyr ég: Eru þessir hlutir svo lítils verðir, að þeim hæfi axia- yppting og annað ekki? — Frankl held- ur því sjálfur fram, að drýgsta svarið við hinni sameiginlegu veilu sé trú- boð, er tekur tillit til tómsins og gagn- gert miðar að því að fylla tómið. Er þetta rangt? — I gagnmerku erindi, sem sr. Árelíus Níelsson flutti á nýafstaðinni presta- stefnu, kvað mjög við þann tón, er Frankl slær, hvort sem þar var nú um að ræða tilviljun eður ei. Var sú myrka mynd af vandamálum nútímamanna, sem sr. Árelíus stórum orðum dró upP’ ýkt eða afbökuð? — Ég held varla- — Var sú styrka boðun trúar í kaer- leika, er hann brá á loft sem svari við neyð manna, óþarft hjal? — Tæp- ast. — Ef til vill getum við sr. Kristján Róbertsson tekizt í hendur yfir múr- inn, sem aðgreinir heimana okkar tvo, þótt óiíkir séu þeir. Ég er honum hjartanlega sammála um það að Iote Guð fyrir „margar bjartar stjörnur , er blika á himni. En getur hann ekki jafnframt fallizt 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.