Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 43

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 43
[^unandi afbrigðum kristni fulla virð- 'nQu. Ég er sjálfur ekki með öllu ó- ^unnugur ekumenisku starfi á erlend- Urn vettvangi. Ég átti því láni að fagna að vera í nokkur ár fulltrúi íslenzku k'rkjunnar á fundum Norrænu eku- men)sku stofnunarinnar og naut þess 1 ríkum mæli að kynnast þeim anda, er Þar ríkti. Var mér það m. a. sérstakt anaegjuefni að uppgötva, að þar var aldrei flúið frá örðugum skilgreining- Urn- Engin tilraun var gerð til að draga fjöður yfir augljósan ágreining. Hann Var rökræddur af fullri einbeitni. En sérhverjum árekstri lauk í því bróð- erni, sem hreinskilnin ein fær alið. Nu mun það öllum Ijóst vera, að ekumeniskt starf byggir á þeirri grund- Vallarhugsun, að kristnir menn eru s^mmála um það, sem mestu varðar. a sameiginlegi kjarni er trúin á einn u3. opinberaðan í Jesú Kristi. Og )arn' þessi er samkvæmt framan- s°9ðu sérlegur, en ekki almennur, "e)gn“ kristinna manna, en ekki annarra. Sömu virðingu og að ofan greinir er skylt að sýna framandi trúarbrögð- um öllum. En munurinn á ekumenisku s arf) milli kristinna kirkjudeilda ann- ars vegar og samskiptum við framandi I Uarl3rögð hins vegar er þó augljós- 9a Sa> að í fyrra dæminu er það, sem ®stu varðar, sameiginlegt, en í hinu Slöara alls ekki. ^ Þsssum sökum tel ég sérstaka US til að gjalda varhuga við öll- m tj|raunum ag ) Samejnast um" Q n Vern hugsaðan ,,kjarna“ kristni ej3 annarra trúarbragða. Sá „kjarni“ men^ m'nn' hyggju ekki til. Kristnir af ólíkum kirkjudeildum geta sameinazt um þann kjarna, sem er til, — einn Guð, opinberaðan í Jesú Kristi. Kristnir menn og fulltingisfólk ann- arra trúarbragða eiga sér ekki þann sameiningargrundvöll. Það er því hug- takaruglingur að bera saman eku- meniskt starf og vinsamlegar umræð- ur við menn af öðrum trúarbrögðum. Þessi ruglingur verður -meðal annars til þess, að framandi átrúnaður læðist inn í kristnina undir fölsku flaggi. Gegn þessu hef ég reynt að berjast. Ég er sammála sr. Kristjáni Ró- bertssyni um það, að okkur beri í senn að sýna skilningi annarra kirkju- deilda á Kristi og jafnframt framandi átrúnaði öllum fulla tillitssemi og nær- gætni. Ég veit mig ekki hafa ráðizt að ókristnum trúarbrögðum, sem viður- kenna hvort tveggja, sinn eiginn sér- leik og sérleik kristninnar. Ég mun heldur ekki hafa herjað á aðrar kirkju- deildir. Hafi ég gert mig sekan um árásir af þessu tagi, bið ég hlutað- eigendur afsökunar, heils hugar. En getum við sr. Kristján þá ekki einnig sammælzt um framanskrifaðar ábendingar? Er okkur jafnvel ekki unnt að ganga svo langt að verða á einu máli um það, að rétt sé að verjast þeim öflum, sem í skjóli hug- takaruglings og óljósra skilgreininga draga krossinn að húni, en sigla með framleiðsluafurðir annarlegra trúar- bragða í lestinni? Sr. Kristján Róbertsson dregur í efa, að unnt sé að komast að niður- stöðu um innihald „hreinnar trúar" Þetta minnir mig á orð, sem hið fyrra sumar hrutu úr öðrum penna þess efn- is, að ekki væri nóg að skjóta máli sínu til Krists. Eftir væri að skilgreina, 121

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.