Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 44
hvað hlutaðeigandi ætti við með orð-
inu „Kristur" og ummælum sínum um
þann Guð, er hann opinberar.
Ég minnist þess, að ég með sjálf-
um mér féllst fyllilega á þessa leið-
réttingu. Ég var og er þeim viðmæl-
anda mínum, er þar átti hlut að máli,
svo sammála, að mér óar við efasemd-
um sr. Kristjáns varðandi áþekka skil-
greiningu „hreinnar trúar.“ Mér er
nær að halda, að botninn detti úr allri
hugsun um Krist og um trú, ef ekki
er unnt að komast að niðurstöðum um
þessi efni.
Ég ætla þó ekki að ganga feti fram-
ar en orðið er. Annar maður, mér
fremri, hefur tekið sér fyrir hendur
að leita téðra skilgreininga í tilefni af
umræðu síðustu missera. Að honum
vík ég í lok þessa máls.
En getum við sr. Kristján Róberts-
son ekki orðið á einu máli um það, að
súrt sé okkar sameiginlega skipbrot,
ef við eftir allt saman svömlum á
sökkvandi fleyi í botnlausu kviksyndi,
þar sem engin leið er að skilgreina
þau grundvallaratriði, sem við þrátt
fyrir allt eigum báðir sömu hlutdeild
í, — og ef við þar með heldur ekki
fáum með réttum rökum vísað nokkru
því öðru á bug, er ótvírætt brýtur í
bága við þennan grundvöll?
í þessu sambandi getur sr. Kristján
þess, að það sé miður „viturleg kirkju-
pólitík" að berjast gegn fyrirbrigðum
á borð við spíritisma, guðspeki eða
nýalsstefnu. Þessa ábendingu hef ég
þrásinnis heyrt undanfarin misseri. Mér
þykir hún skrítin. Ég skil víst ekki
orðið „kirkjupólitík" í þessu samhengi.
Ég hafði heldur ekkert slíkt í huga, er
ég hóf þetta mál. Mér lá nokkuð á
122
hjarta, og ég sagði það. Þetta var
allt og sumt. Sjálfum var mér það
lengi óljúft að hefja umræðuna. En ég
fann, að hún hlaut fram að koma. Og
mér voru öldungis framandi allar
„kirkjupólitískar" hugleiðingar.
Satt að segja tortryggi ég einlægni
manna, sem eru svo útsmognir að
þeir sitja og reikna fyrirfram á fingi'-
um sér afleiðingar þeirra orða, er
þeim í alvöru brenna á vörum. Má
vera, að sú tortryggni og þar með þörf
mín fyrir opinská skoðanaskipti, séu
minn eiginn akkillesarhæll. En honum
verð ég að una.
VI.
Sr. Kristján klykkir út með saman-
burði á nokkrum guðfræðistefnum
aldarinnar. Hér tek ég fúslega undit
orð hans: Engri stefnu er alls varnað,
svo lengi sem hún heldur sig á kristn-
um grundvelli. Saga guðfræðinnar er
díalektísk: Tiltekið viðhorf magnaf
fram andstæðu sína, og ný öld renn-
ur upp, — en einnig hún á sér önd-
verðan arftaka og þannig koll af kolli-
í sömu svifum talar sr. Kristján um
umburðarlyndi gagnvart trúbræðrum
Um það efni hef ég þetta að segja;
Ég er þess fullviss og hef raunar
sannprófað það ríkulega að undan-
förnu, að það er kirkju og kristni
til góðs, er einhver með óviðráðan-
legum hætti finnur sig knúinn eða
kallaðan til að taka stórt upp í s'^
vegna trúarskoðana sinna. Að vísu
skyldi enginn skerast í slík mál nema
eldurinn innan rifja verði ekki lengur
haminn. Eftirleikurinn er nefnileð3
engan veginn auðveldur. En sjálft upP'
lokið horfir til heilla, þegar það er