Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 46
SIGURÐUR BJARNASON, forstöðumaður S. D. Aðventista:
flndagáfuhreyfing í Ijósi Biblíunar
Sú trúmálahreyfing, sem hér verður
gerð að umtalsefni, átti upptök sín í
Bandaríkjunum skömmu eftir 1960.
Charismatic Movement er það nafn,
sem fylgjendur þessarar hreyfingar
hafa valið henni, vegna þess að þeir
segjast tala tungum og gera lækninga-
kraftaverk. Hreyfingar þessarar hefur
lítið orðið vart hér heima. Við gætum
nefnt hana á íslensku andagáfuhreyf-
inguna.
Hreyfingin átti upptök sín meðal
æskufólks og í fyrstu var haldið, að
um æskuóra væri að ræða, því að
ungt fólk fýsir ávallt í eitthvað nýtt,
og þessi bóla mundi hjaðna fljótlega.
Einnig var talið, að hreyfing þessi yrði
bundin við Bandaríkin. Á síðustu fjór-
um árum hefur það komið í Ijós, að
þessar skoðanir eiga ekki við rök að
styðjast. Hreyfingin breiðist nú út sem
eldur í sinu, ekki aðeins um Banda-
ríkin, heldur einnig um Suður-Ameríku
og fylgjendur hennar vinna nú að því
að boða trú sína í Evrópu, Afríku,
Ástralíu og Asíu.
í rauninni er þetta fyrirbæri ekki
nýtt, því það líkist að mörgu leyti trú-
málahreyfingu hvítasunnumanna. Það,
sem er nýtt og athyglisvert við þessa
ungu hreyfingu er, hversu öruggri fóf'
festu hún hefur náð utan hvítasunnu-
hreyfingarinnar. Hún hefur þegar náð
að festa rætur í mörgum kirkjum mót'
mælenda og einnig meðal rómversk-
kaþólskra. Vegna þessarar sérstöku
þróunar hefur þessi hreyfing líka verið
nefnd ný-hvítasunnuhreyfing (neo-
pentecostalism) til að greina hana fra
hvítasunnuhreyfingunni.
Árið 1962 birtist grein í bandaríska
vikuritinu Time, þar sem greint er fra
upphafi andagáfuhreyfingarinnar-
Tímaritið Life nefndi hana ,,Þri^|a
veldið“ (The Third Force), en h'11
veldin voru kaþólsk trú og mótm^'
endatrú. Segir þetta nokkuð um út'
breiðslu og áhrifamátt þessarar hreyf'
ingar.
Útbreiðsla hennar fór ekki fram Þ'la
mönnum. Árið 1963 var talið, að anda
gáfuhreyfingin hefði þá þegar náð fó*
124