Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 47

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 47
festu f fjörtíu mótmælendasöfnuðum °9 um 2000 prestar kirkna, sem eru í kjóðarkirkjuráðinu (National Councilof Churches), iðkuðu tungutal. Talið er, að andagáfuhreyfingin hafi náð fót- festu í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkj- unum árið 1967. Árið 1969 lögðu ka- ^aþólskir biskupar í Bandaríkjunum ólessun sína yfir hreyfinguna, og ðengu þá þúsundir kaþólskra manna Ur öllum stéttum í lið með andagáfu- hreyfingunni. Ramsey, erkibiskup af Kantaraborg, ^^ttist í hóp þeirra, sem luku lofsorði a hreyfinguna, og sagði hann, að endagáfuhreyfingin stuðlaði að því að fiarlægja múra þá, sem væru á milli kirkjudeilda. _það, sem að ofan hefur verið nefnt, synir, að hér er um óvenjulegt trú- málafyrirbæri að ræða, sem sumir tala Urn sem trúarvakningu tuttugustu aldar u9 ef til vill mestu vakningu allra alda. stæðan kann að vera sú, að hreyfing essi er g^i^j j-,unc||n Vjg mótmælenda- sofnuði eins og vakningar fyrri alda. Irkjudeildir í flestum löndum verða æ meira varar við andagáfuhreyfinguna. Tu«9utal ^°hannes postuli sagði þetta: „Þér ^ skaðir, trúið ekki sérhverjum anda, fr^lciur feynið andana, hvort þeir séu Quði ... Af þessu þekkjum vér , a sannleikans og anda villunnar" " 4, ,.6). i N'lrnrTI sinnum er ræft um tungutalið ^yja testamentinu, og er nauðsynlegt kanna þessar ritningargreinar l^ndlega, ef öðlast á skilning á kenn- u ^itningarinnar um þetta efni. Það er eina leiðin til að leggja mat á það, sem er að gerast innan andagáfu- hreyfingarinnar, sem telur tungutal sönnun fyrir skírn Andans. Mark, 16, 17 Það var Jesús sjálfur, sem fyrstur nefndi tungutalið. Hann var að því kominn að hverfa frá lærisveinunum eftir upprisuna og var að ræða við þá um boðun fagnaðarerindisins. Markús er eini guðspjallamaðurinn, sem til- greinir atvik þetta: ,,En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýj- um tungum.“ Athuga ber, að Kristur talar hér um tungutalið sem fyrirheit. Mikilvægt er einnig að gera sér grein fyrir því, að fyrirheit er gefið, þegar Jesús var að ræða við lærisveina um boðun fagn- aðarerindisins. Frelsarinn vildi, að þeir gætu talað nýjum tungum, er þeir „predikuðu gleðiboðskapinn allri skepnu.“ Lýsingarorðið nýr felur það ekki í sér, að tungurnar hafi ekki verið til áður, eins og sumir vilja vera láta, fremur hitt, að tungurnar, sem frels- arinn talaði um, yrðu mál, sem væru lærisveinunum ný, að þeir töluðu tungumál, sem þeir hefðu ekki áður lært. Post. 2, 1—13 Þetta er athyglisverðasti kaflinn um tungutal í Biblíunni. Það ber að hafa í huga, að Lúkas, höfundur Postula- sögunnar, var náinn samstarfsmaður Páls, og hann ritaði hana sem næst 125

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.