Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 50

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 50
uöi á árunum 51 og 52 e. Kr. Þá stofn- aSi hann Korintusöfnuð (Post. 18;19; 1. Kor. 3,4). Sú staðreynd, að meiri- hluti safnaðarfólks í Korintusöfnuði kom beint frá heiðindómi, er skýring á sumum þeim vandamálum, sem komu fram stuttu eftir brottför Páls. Á starfs- árunum í Efesus (54—57 e. Kr.) var Páli kunnugt um viss vandamál í Kor- intusöfnuði. Þegar við lesum 12.—14. kafla 1. Korintubréfs verðum við að minnast þess, að Páll skrifaði bréfið til að leysa ákveðið vandamál. í undangengnum köflum hafði hann reynt að greiða úr öðrum flækjum og var þar um að ræða hjúskap, fórnarkjöt, stöðu konunnar í söfnuðinum og kvöldmáltíðina. í hvert sinn, er Páll byrjaði að fjalla um sþurningu, sem beint hafði verið til hans, hóf hann máls á svipaðan hátt: ,,En svo að ég minnist á...“ (7,1. 25; 8,1; 12,1; 16,1.12) eða: „Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ó- kunnugt... “ (10,1; 12,1). Þegar hann byrjaði að ræða um tungutal, hóf hann máls á svipaðan hátt til að sýna, að verið var að byrja á nýju efni, sem postulinn vildi ekki að Korintumenn væru fáfróðir um. Til að fá skilning á þessu efni verð- um við aftur að minnast þess, að flest safnaðarfólk í Korintu hafði verið alið upp í heiðindómi og hafði tiltölulega nýlega gengist kristindómi á hönd. Við verðum því að reyna að gera okkur grein fyrir trúarlegu andrúmslofti þeirra tíma. Sterkur þáttur í tilbeiðslu heiðinna goða var þvoglukennt, óskil- merkilegt tal í tilfinningafuna. Skráðar heimildir um slíkt tungu- tal ná aftur til ársins 1100 f. Kr. Hér er um að ræða papýrushandrit, sem nú er varðveitt í safni í Moskvu. Þar er sagt frá Wen-Amon, embættismanni Amonmusterisins í Karnak í Egypta- landi, sem var sendur til Byblos í Fön- ikíu til að kaupa timbur í skip fyrir guðinn. Meðan hann var í Byblos og var að færa guði sínum fórnir, náði guðinn tökum á unglingi einum, svo að hann varð haldinn, froðufelldi, æddi um og talaði í tilfinningafuna. (Ancient Near Eastern Teyds, sem James B- Pritchard hefur gefið út, (Princetown, New Jersey: Princetown University Press, 1955) bls. 26). Sagnfræðingar telja, að hér sé að finna elstu heimild, sem nú er þekkt, um það að vera haldinn og msela annarlegt mál í tilfinningafuna. Þessi gáfa, að mæla þannig, var kunn á dögum hins þekkta gríska heimspekings Platos 700 árum síðar- Plato og samtíðarmenn hans fullyrtu. að mæltu menn þannig, væri það af því, að þeir væru óðir fyrir snertingu guðanna. Til að renna stoðum undir skoðun sína, sagði hann (í Timaeus). að guðirnir tækju stundum stjórn huga manns í svefni eða þegar hann værl haldinn og gæfu honum þá að msel^ mál, sem hann hvorki gæti skilið né túlkað. Á öldinni fyrir Krists burð lýsti Virgii (í Aeneid) starfi kvenprests á DeloS' eyju. Þegar hún talaði í guðmóði °9 tilfinningafuna, taldi hann það vera. vegna þess að hún væri í andlegurTI tengslum við guðinn Apollo. Kirkjufa®' irinn Chrysostomus segir, að kven- presturinn í Delfi hafi haft sömu hún hafi mælt í guðmóði og tilfinn' ingafuna. 128

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.