Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 54

Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 54
hann flutti hugleiðingu og bæn eða las upp, bæði Guðs orð og annað, sem var fagurt og mannbætandi. í skólan- um var jafnan sérstök stund í upphafi hvers skóladags, þar sem sunginn var sálmur og ættjarðarljóð, lesið upp eða flutt hugleiðing og beðið fyrir starfi dagsins. Þessar stundir höfðu góð áhrif og voru uppbyggilegar og hollar hinum ungu nemendum á viðkvæmu aldurs- og þroskaskeiði. Slíkar stund- ir hafa tvímælalaust mikið uppeldislegt gildi og stuðla að mannrækt og mann- bótum. Þeir skólar fara því mikils á mis, sem aldrei eiga helga og kyrra stund til tilbeiðslu og íhugunar. Eftir að séra Einar lét af kennslu- störfum við Reykholtsskóla, gerðist hann formaður skólanefndar og var jafnframt prófdómari við skólann síð- ustu árin. Þá var hann fyrsti formaður skólanefndar Kleppsjárnsreykjaskóla og var um langt skeið formaður Fræðsluráðs Borgarfjarðarsýslu. Fleiri trúnaðarstörf voru falin forsjá hans, sem hér verða ekki upp talin. En öll þessi störf leysti hann af hendi af alúð og Ijúfmennsku, fórnfýsi og góðvild. Árið, sem séra Einar lét af embætti, var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu fyrir giftudrjúg og blessunarrík störf sín að skóla-, kirkju- og menningarmálum. Var sú viðurkenning mjög að verðleikum veitt og gladdi hans góða og barnslega hjarta. Hinn 1. júlí árið 1933 kvæntist séra Einar eftirlifandi eiginkonu sinni, frú Önnu Bjarnadóttur, dóttur hins kunna og mikilhæfa fiskifræðings og yfir- kennara, dr. Bjarna Sæmundssonar, og konu hans, Steinunnar Önnu Sveinsdóttur frá Búðum. Frú Anna er fjölmenntuð og gáfuð kona og í hópi mikilhæfustu og ágætustu kvenna þessa lands. Hún var honum ómetan- leg gæfa og styrkur og mesta ham- ingjan í lífi hans. Alla tíð voru þau hjónin mjög samrýmd og hamingju- söm. Heimili þeirra var mikið menn- ingar- og rausnarheimili, þar sem jafnan var mjög gestkvæmt. Þar var öllum jafn vel og ástúðlega tekið, jafnt kotungnum smáa sem konungum norrænna þjóða. Það fundu allir, sem til prestshjónanna komu, að þó að stofurnar væru litlar, þá var gestrisn- in einstök, viðmótið hlýtt, hjartarúmið mikið og sál húsbændanna stór oð vitur. Þau hjónin eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo syni. Tvær dæt- urnar misstu þau kornungar, en hin börnin þrjú eru á lífi. Eru þau vel menntuð, gott fólk og traust, og hafa tekið í arf gáfur og mannkosti for' eldra sinna. Þau eru: 1. Bjarni, viðskiptafræðingur, bæjar- stjóri á Akureyri, kvæntur Gíslína Friðbjörnsdóttur úr Reykjavík. 2. Steinunn Anna, menntaskólakenn- ari, gift Heimi Þorleifssyni, kennara og sagnfræðingi. 3. Guðmundur, viðskiptafræðingar’ deildarstjóri í Fjármálaráðuneytin^’ kvæntur Dóru Sigurðardóttur ur Reykjavík. Séra Einar Guðnason var óvenjuleð3 hlýr maður í öllu viðmóti og viðkynn' ingu. Ef ég ætti að lýsa honum me tveimur orðum, þá væru það orðin hlýja og mildi. Hlýjan og mildin e,n kenndu hann sem mann, prest oð sálusorgara og sem kennara. Han 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.