Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 57

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 57
er> daginn áður var kveðjuathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík, og var þar einnig mikið fjölmenni viðstatt. A útfarardegi hans var mikil kyrrð °9 friður yfir Reykholti. Þrátt fyrir kulda vetrar og snævi þakta jörð, þá var lognið svo mikið, að íslenski fán- inn, sem dreginn var í hálfa stöng á f|ötinni við skólann, blakti ekki. Það r|kti blær djúprar alvöru og einlægs saknaðar yfir kveðjustundinni, þegar Þessi góði maður og göfugmenni var la9ður til hinztu hvíldar. Mér komu í ^u9 orð skáldsins um annan vinsælan Prest og prófast í Reykholti: Drúpir nú í raunum Reykholtsdalur orpinn fönnum yfir öðlings líki. Svífur svartblár og sorgarþrunginn heljarbakkinn yfir hvítri storð. Grætur þar hver góður göfugmennis brostið í brjósti bróður hjarta. Syrgir söfnuður, syrgir hérað, harmar ættjörð einn af óskmögum. Sét-a Einar Guðnason var vissulega ®lnn af óskmögum íslands, en fyrst og rernst var hann óskmögur Reykholts Borgarfjarðar. Að Reykholti kom s.ann un9ur. Þar vildi hann una ævi 'nnar daga. Og þar vann hann allt ' merka og góða lífsstarf. Hann ^J°naði Reykholti lengur en nokkur ^nnar prestur síðast liðin þrjú hundr- ar’ og allt frá siðaskiptum munu aðeins tveir prestar hafa setið staðinn lengur en hann. í Reykholti þjónaði hann þeim tveimur þáttum, sem áttu sterkust ítök í lífi hans. Það voru trúin og sagan. i hans huga voru trúin og sagan tvær systur, tvær mikilvægustu greinarnar í lífi mannkyns. Hann var tvímælalaust einn af sögufróðustu mönnum þessa lands. Og það var ó- metanlegt fyrir sögustaðinn Reykholt að eiga sltkum sagnfræðingi á að skipa. Séra Einars Guðnasonar mun verða minnzt í sögu Reykholts sem þess manns, er átti sinn mikla og bless- unarríka þátt í því að hefja staðinn upp sem mennta- og skólasetur. Það verður naumast um það deilt, hversu mikil gæfa það var Héraðsskólanum í Reykholti, að séra Einar og hans ágæta, vel menntaða og glæsilega kona skyldi fórna miklum hluta starfs- ævi sinnar í þágu skólans á mótunar- og þroskaskeiði hans. Menningar-, uppeldis- og sáningarstarf þeirra var hamingja skólans, hamingja Reyk- holts, hamingja byggðarinnar, sem þau þjónuðu, elskuðu og unnu. Þau störf verða aldrei metin né full þökkuð. Og við leiðarlokin, þegar séra Einar er af heimi horfinn, þá er lofgjörðin og þökkin efst í huga, þökkin til Guðs, sem gaf hann og eigi vísaði bæn hans á bug, né dró miskunn sína í hló við hann. Við vinir hans og samferðamenn þökkum algóðum Guði fyrir göfug- mennið, hollvininn með hlýja hjartað og milda svipinn, drottins þjóninn og mannvininn góða, trausta og sanna. — Mynd hans og minning varpa eilífð- arbirtu Guðs inn á veg ástvina hans og vina og vísar þeim á himinleið. — 135

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.