Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 58
Orðabelgur
Alkirkjuráðið og framtíð kristninnar
Lausannesáttmálinn, sem birtur var í
Kirkjuriti ekki alls fyrir löngu, hefur
komið nokkru róti á hugi margra krist-
inna manna víða um lönd. Ekki verður
þó séð til fulls, hvað af muni spretta.
En nokkrar líkur eru til þess, að Al-
kirkjuráðið standi á tímamótum. Litlu
virðist muna, að það splundrist. Ekki
væri óblandið fagnaðarefni, ef svo
færi, en raddir þeirra, er gagnrýna ráð-
ið og leiðtoga þess, verða æ fleiri og
háværari. Og sízt hafa þær hljóðnað
eftir síðasta þing samtakanna. Það var
haldið í Nairobi í Kenya í lok ársins,
sem leið.
Fyrir skömmu birtist frásögn af þingi
þessu ásamt nokkrum hugleiðingum í
Morgunblaði. Höfundur var síra Gunn-
ar Kristjánsson ( Vallanesi, er nú
dvelst raunar við nám í Þýzkalandi.
Fáein atriði í greinum síra Gunnars
verða hér gerð að umræðuefni, enda
ætti hreinskilin umræða engu að
spilla.
Ekki skal ræða sögu Alkirkjuráðs-
ins, hugsjónina handan þess, né þá
guðfræði, er hún var blandin. Mörgum
þótti hún hæpin frá upphafi, og þeir
dagar gætu runnið upp, að hún þætti
með öllu óhafandi. Það, sem hér skal
að vikið, má hins vegar teljast ávöxtur
136
hennar eða afsprengi. í fyrri grein síra
Gunnars, þeirri, er birt var í Morgun-
blaði 18. marz s. I., segir svo m-
a.: ,,Og nú þegar tímabil kristniboðs-
ins í sinni hefðbundnu mynd er a
enda runnið, þegar afrískur kristin-
dómur er búinn að finna sjálfan sig o9
þegar kirkjusókn á Vesturlöndum fer
æ minnkandi, þá horfa vestrænir
kirkjuleiðtogar vonaraugum í átt suð-
ur. Gæti afrísk guðsrýrkun leyst okkar
steinrunnu messugerð úr álögum?
Gæti afrísk guðfræði lífgað við okkar
pappírskenndu guðfræði? Gæti afr-
ískur, kristinn mann- og þjóðfélags-
skilningur gefið okkur nýtt mat á verð-
mætum, nýja skoðun á hráefnum.
verksmiðjum, lúxus, fyllt ef til vill okk-
ar innantómu belgi nýju víni? Er frarn-
tíð kristindómsins ef til vill í Afríku?
Þannig er spurt í hinum kristna heimi-‘
Er skeið kristniboðs á enda?
Ekki er ætíð glöggt, hvar síra Gunnar
er að lýsa sjónarmiðum, sem fram hafa
komið á þingum og í nefndum Al'
kirkjuráðsins ellegar hann talar fra
eigin brjósti. Hvað sem um það er, Þa
er í þessum orðum fullyrðing, sem