Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 62

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 62
ing hugtaksins. Hún er frá Jóhannesi guðspjallamanni. Um aldir og allt frá frumkristni var hann með vissu skil- inn svo, að hann væri að ræða um hinn einstæða atburð, er gerðist í Jesú Kristi, þeim, er var Guð, en gjörðist maður, gaf líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga synduga menn og reis upp frá dauðum, til þess að þeir, sem á hann trúa, mættu einnig rísaupp til eilífs lífs og réttlætis með honum. í Jesú Kristi einum varð Orðið hold með þessum hætti. Og ekki er hjálp- ræðið í öðrum. En sé breitt yfir þetta, reynt að gleyma því, og annað ,,raunverulegra‘ og ,,jarðneskara“ hjálpræði boðað, hvað er þá um að ræða annað en hið eldgamla mannlega hjálpræði farisea, klaustramanna, skólaspekinga og líberalista eða nýguðfræðinga, maðurinn einn frelsi sjálfan sig með eigin góðverkum? G. Ól. Ól. Kirkja og kristinboð A) Róttæk aðgreining kirkju og kristniboðs byggist á misskilningi: í Biblíunni fara kirkja og trúboð ávallt saman. Þar er kirkjan aldrei kirkja einungis með þeim hætti, að hún sé þá ekki lengur kristniboðsakur. Kirkja og kristniboð fara saman. Þar sem kirkja er, þar er einnig kristni- boð, og þar sem kristniboð er, þar er kirkja. B) Kirkjan getur einungis predikað fyrir öðrum, prediki hún fyrir sjálfri sér jafnframt. Einungis iörandi kirkja getur með öörum orðum verið kristniboðs kirkja. Jakob Jocz, prófessor: Christians and Jews. Encounter and Mission. 140

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.