Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 66

Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 66
ann birti hann í honum (sbr. Jóh. 1.17 —18; 3.16; 14.6). Á Jesú Kristi einum grundvallast því trúin, en ekki á neinu öðru svo sem meðfæddum eiginleikum manna. 2.2.7. Um trúna Trúin er að treysta vitnisburðinum um það, að Guð hafi í syni sínum sætt alla menn við sig, og að sú sáttargjörð nægi mönnum til sáluhjálpar. Trú sem slíkt traust veitir mönnum rétt samband við Guð, því að hún við- urkennir verk hans oss til sáluhjálpar. Trú sem slíkt traust er grundvallar- afstaða til lífsins og allra fyrirbæra þess. Trú sem slíkt traust vex til frekari þroska, þegar guðssamfélagið er rækt með því að ástunda þær iðkanir, sem Guð hefur sjálfur sett oss til hjálp- ræðis og til viðhalds og uppbyggingar trúnni: lesa og íhuga Biblíuna, biðja í Jesú nafni, rækja samfélag safnaðar- ins, neyta heilagrar kvöldmáltíðar (sbr. Post. 2.42). 2.2.8. Um vonina Vonin er grundvölluð á trúnni og horf- ir fram til þess tíma, að Guð geri alla hluti nýja og opinberi sigur sinn í Jesú Kristi yfir öllu holdi. Vonin grundvölluð á trúnni treystir því, að hagur manns liggi í hendi skaparans, og að sigur hans í Kristi á páskum muni um síðir opinberast. Þetta gildir líka um dauðann. í von felur trúin sérhvern þann, sem deyr, miskunn Guðs á vald og minnir Guð á fyrirheit sín og vilja og biður hann miskunna öllum oss fyrir Jesúm Krist. Frelsunin er í hendi hans. 2.2.9. Um kærleikann Kærleikurinn er einingarbandið, sem tengir Guð og verk hans. Kærleikur- inn er einingarbandið, sem tengit mennina saman innbyrðis. Sá, sem grundvallar líf sitt á trúnni og voninni, hann lætur kærleikann móta líf sitt fyrir kraft heilags anda, sem veittur er í skírninni sem pantur. Andstaða kærleikans er það, sem sundrar og eyðir, allar myndir hins illa. Með bæn og beiðni ákallar trúin heilagan anda, að hann móti líf vort, eyði ávöxtum hins illa úr voru eigin lífi og úr umhverfi voru, en birti á oss og í umhverfi voru ávexti sína: Kser- leika, gleði, frið, langlyndi, gæzku, góðvild, trúmennsku, hógværð, bind- indi (Gal. 5.22—23). 2.2.10. Um eilfft líf Eilíft líf er líf með Guði. Sá, sem lif'r í trú, von og kærleika, nýtur þegar samfélags við Guð í óljósri mynd 3 jörðu, en augliti til auglits, þegar Guð hefur sjálfur opinberað sigur sinn ýí,r öllu. Sá, sem í trú tekur við óverðskuld' aðri náð Guðs og þorir að fela sig miskunn hans á vald í lífi sínu, hann gefst ekki upp gagnvart dauðanum, heldur felur sig og aðra menn Þeirrl sömu miskunn Guðs á vald og biður Guð, sem elskar oss óverðskuldað, að auðsýna á oss og öllum mönnun1 elsku sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.