Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 74

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 74
Haralds — og þetta er ekki sett fram til að vanmeta hann, en hins vegar sem gagnrýni á þá, er á eftir komu og ekki bjuggu yfir frumleika hans í hugs- un — hafði þá stórkostlegu afleiðingu í för með sér fyrir trúmálaumræður á landi hér, að þær hafa staðnað á því stigi og þær voru á um 1905. Tilgáta og skýringar aldamótaguðfræðinnar festust sem hin eina viðmiðun manna til könnunar á hinum kristna raunveru- leika. Alþýðu landsins er haldið í hel- greipum þekkingarleysis og í hug- myndaheimi aldamótaáranna varðandi stig hinnar vísindalegu umræðu í heiminum og um rök eigin trúar. Fram- þróun sálarrannsóknanna erlendis hef- ur ekki verið höfð að neinu hér, en ýmislegt fullyrt um málið, sem ekki á sér neina stoð í raunveruleikanum. Menn leyfa sér falsanir í hugmynda- fræði, túlkun og vali orðaforða, og þjóðin er mötuð á trúarlegum áróðri, sem spiritistar telja fullgildar niður- stöður vísinda, en eru ekki annað en hrærigrautur alls kyns kenninga úr heimspeki, trúarbragðafræðum, trúar- brögðum og stjórnmálastefnum, að engu leyti meiri vísindi en Píslarsaga Jóns Magnússonar eða rit Jóns Guð- mundssonar, lærða, nema ef til vís- inda skuli telja allt, sem hafnar krist- inni trú og trúarhugsun, jafnvel þótt sú afneitun sé sótt til kenninga ann- arra trúarbragða. 3.2.6. Spiritismi og kristin trú Eins og áður er tekið fram, er einn hluti þess arfs, sem vér nútímamenn höfum þegið af frjálshyggju 18. aldar, sú afstaða til sannleikans, að hann sé aldrei gefinn, heldur verði hann ein- ungis fundinn með leit fram á við. Frjálshyggjan hélt því fram, að menn skyldu aldrei spyrja um tilgang, er þeir hæfu leitina að sannleikanum, og síðan yrðu þeir að beygja sig fyrir afleið- ingum leitarinnar. Þess vegna er að mati frjálshyggjunnar allt afstætt, eng- in algild regla til að byggja á hug- myndir um tilgang, nema þá ef skyn- semin gæti fundið þá reglu með leit. Þessi sannleiksskilningur frjáls- hyggjunnar kom fram sem andóf gegn kröfu kristinnar trúar um að byggja á opinberun. Frjálshyggjan afneitaði öll- um fyrirframgefnum sannleika og um leið öllum erfðum. Stefnan fram á við átti að leiða í Ijós, að maðurinn gseti að fullu raunhæft hæfileika sína í frjálsu samfélagi, er byggði á vitsmun- um og þroska. Þessi skilningur frjálshyggjunnar vat borinn uppi af róttækri einstaklings- hyggju. Rætur einstaklingshyggjunnar er að vísu að finna í endurreisnar- stefnu 14. og 15. aldar, sömuleiðis 1 ýmsum siðbótarhreyfingum 16. aldar, en ráðandi varð hún fyrst á 18. öld- Einstaklingshyggja frjálshyggjunnar kom fram beinlínis sem viðnám ge9n því atriði kristinnar trúarhugsunar, er ætíð lítur á manninn sem veru í sam- hengi við þrjár víddir, þ. e. í samheng' við Guð, skaparann, í samhengi við náungann (samfélagsvíddin) og í sam- hengi við hina sköpuðu náttúru. Þetta álit taldi frjálshyggja 18. aldar ræna manninn gildi sínu, gera hann háðan öðrum en sjálfum sér. Frjál5' hyggjan vildi þess í stað álíta manU' inn frjálsan, óháðan, kippti honum Þvl út úr samhengi sínu og leit á hann 152

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.