Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 76

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 76
þjóða. Af mörgum ástæðum, er ekki reynist unnt að skýra hér, urðu menn að falla frá þessari forsendu og nægir að minna á, hversu þekking manna á hinum mismunandi trúarbrögðum tók að vaxa. Við það kom í Ijós, að úti- lokað væri að álíta, að í kenningum og siðum hinna ólíku trúarbragða væri um að ræða ólíkar greinar af sömu rót. Guðshugmyndir og endurlausnar- leiðir trúarbragðanna eru svo marg- víslegar, að ókleift er að álíta, að sömu hugmyndir liggi til grundvallar. Nú á dögum er trú rannsökuð vísindalega samkvæmt eigin innihaldi, en ekki samkvæmt e-i skýrgreiningu á því, hvert forrn trúar almennt sé. Spiritisminn gengur út frá því, að form verði greint frá innihaldi og álítur, að hann ræði formlega um hugtökeins og ódauðleika eða fyrirbæri, er nefnd eru dulræn. En hvorki ódauðleiki né s. k. dulræn fyrirbæri eru til sem form án innihalds. Hin s. k. dulrænu fyrir- bæri eru ekki til öðru vísi en sem túlk- anir og skýringar manna á tilteknum atvikum daglegs lífs, og sérhver túlk- un og skýring fer eftir afstöðu hvers og eins til lífsins. Og það er ekkert vald á himni eða jörðu, er getur beygt — né má beygja — nokkurn mann til að túlka þau og skýra á annan hátt en samkvæmt eigin grundvallaraf- stöðu til lífsins. Annars er vegið að sjálfri undirrót trúfrelsisins. Og kristnir menn hafa frelsi til að skýra þau skv. innihaldi eigin trúar og ekki bara frelsi, heldur ber þeim líka skylda til þess. Þetta gildir ekki síður um hugtakið ódauðleika. Spiritistar benda á, að miðilsfyrirbærin dragi fram líkurnar fyrir því, að sálin lifi af líkamsdauð- ann og geti gert lifandi mönnum við- vart um nærveru sína. Nú má raunar — eins og þegar hefur verið bent á — skýra miðilsfyrirbærin á mismun- andi vegu. Og jafnvel þótt maður vegna framframafstöðu trúarlegrar álíti þau benda til einhvers konar áframhalds lífs, þá er ekki allt fengið með því. Ödauðleiki er nefnilega ekki til sem formlegt hugtak, heldur ein- ungis samkvæmt innihaldi, sem honurn er gefið í hinum mismunandi trúar- brögðum og trúarbragðastefnum. Tal spiritista um ódauðleika er heldur alls ekki formlegt, heldur verður efnislega rakið til ýmiss konar forsenda, sem engan vegin eru hlutlausar gagnvart kristnum trúararfi. i fyrsta lagi talar spiritisminn um framhaldslíf einstaklingsins. Fram- haldslíf er ekkert formlegt hugtak, heldur hugtak fyllt innihaldi einstakj' ingshyggjunnar. Kristin trú talar um ei' líft líf, sem er líf með Guði í trú og von hér, en augliti til auglits, þegar Guð hefur sjálfur leyft oss að sjá hann eins og hann er (I. Jóh. 3.1—2; sbr. Jelr 20.31). Kristin trúarhugsun gengur út frá því, að sérhver maður mæti skap' ara sínum á dauða stund eða dómsins stund, og að þá fari fram reiknin9s' skil fyrir líf hans. Spiritisminn heldnr því aftur á móti fram, að lífið eftir dauðann sé áframhaldandi leit e,n' staklingsins að samhengi. Einstak ingurinn deyr líkamsdauða, og aP hans heldur áfram að leita að þrosk3 og samhengi, nú laus við viðjar holds ins og jarðneskra hindrana. Guði, sem einstaklingurinn lifði óháður á jörðU' mætir hann ekki heldur í framhalds'1

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.