Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 7

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 7
Dr. theol. flili Havas Dr. Aili Havas, er hér var á ferð í vetur, er einn hinna merkari kristniboða frá Norðurlöndum á þessari öld. Það mun trúlega síðar betur Ijóst verða, því að hún er nú varla að sama skapi kunn, sem starf hennar er merkt og ævi hennar öll næsta ein- stæð. Hún lauk ung háskólanámi í guðfræði í föðurlandi sínu, Finnlandi, en hélt síðan áfram námi við hebreska háskólann í Jerúsalem og var þar nemandi hins kunna prófessors, Jósefs Klausners. Hún var og er trúlega enn einhver mestur kunnáttu- maður um hebresku, einkum nýhebresku, og trú og siðu Gyðinga. eí frá eru taldir lærðustu menn Gyðinga sjálfra. Hún starfaði nærri 40 ár meðal Gyðinga í ísrael sem kristniboði á einhverju mesta baráttuskeiði í aldalangri sögu þeirra. Naut hún þar í landi mik- illar virðingar ýmissa áhrifamanna. Hún var og er mikilvirkur rit- höfundur, en rit hennar hafa einkum birzt í finnskum guðfræði- tímaritum og öðrum finnskum blöðum, er fjalla um kristniboð, og sökum þess að finnska er heldur óaðgengileg útlendingum, hafa þau lítt verið þýdd á aðrar tungur. Hún var kjörin heiðursdoktor i guðfræði við Háskólann í Helsinki fyrir nokkrum árum og þótti vel að því komin sakir lærdóms síns og ævistarfs. 245

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.