Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 24
SR. BJÖRN JÖNSSON, Akranesi:
Sáðmenn að starfi
Þættir úr sögn vestur-íslenzkrar kristni
í lok annarrar greinar minnar hér
í Kirkjuriti um kirkjuleg málefni
landa okkar í Vesturheimi minntist
ég á ársþing kirkjufélagsins, — hiö
mikia gildi þeirra, — og hin marg-
þættu áhrif, sem þau höfðu, bæði
til blessunar og uppbyggingar út um
hinar dreifðu íslendingabyggðir, — og
það ekki aðeins í kirkjulegu tilliti, —
frá sjónarmiði trúar og kristindóms, —
heldur einnig í því, sem til menningar
horfði, — og síðast en ekki sízt áttu
þau sinn stóra — og óumdeilanlega
þátt í varðveizlu þjóðernis og tungu.
— Fulltrúarnir, sem þar komu árlega
saman, voru flestir leiðandi menn í
söfnuðum sínum, — forystumenn, —
bæði í trúarlegum og tímanlegum efn-
um. Á kirkjuþingunum skiptust þeir á
skoðunum um hin mikilvægustu mál,
— tjáðu hver öðrum hug sinn, —
tengdust vináttu- og bræðraböndum,
— og þeir ávextir, sem þeir fluttu með
sér — hver til síns heima, — að sam-
fundum loknum — voru ekki látnir ó-
nýtast eða faidir undir mælikeri, —
þeirra fengu margir ótæpt að njóta, —
til gagns og gleði, — styrks og upp-
örvunar í dagsins önn og stríði.
Svo sem þá, er síðast lásu mál
mitt rekur e. t. v. minni til, voru aðeins
tveir prestar starfandi meðal Vestur-
íslendinga, þegar það heillaspor vaf
stigið — að stofna „Hið evangeliska
lútherska kirkjufélag íslendinga 1
Vesturheimi,“ — eins og það hét fuHu
nafni, — í júnímánuði árið 1885. Það
voru þeir séra Hans B. Thorgrímsen,
sem þjónaði söfnuðum séra Páls heit'
ins Þorlákssonar í North Dakota o9
séra Jón Bjarnason, sem tekið hafð'
köllun safnaðarins í Winnipeg, þegar
hann kom aftur vestur um haf ett,r
fjögurra ára dvöl hér heima á íslandi.
þar sem hann hafði með höndum
prestsþjónustu á Seyðisfirði.
Svo er almennt talið, að sr. Hans
hafi fyrstur komið fram með hugmynð'
ina um stofnun sameiginlegs kirkjufe'
lags allra íslenzkra safnaða í Vestuf'
heimi — og mun það rétt. — En hi
er jafn víst, að sr. Jón var þar me
í ráðum frá upphafi, eindreginn
stuðningi sínum við skjóta og farsasl3
framkvæmd hins brýna og brennan
hugsjónamáls. Og frá fyrstu byrjun er
það séra Jón, sem gengur fram fyrl^
skjöldu — og tekur stjórnartaumana
262