Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 28

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 28
aSanna, — og skiptust menn í tvær andstæðar fylkingar, með sr. Magnúsi og móti. — Reynt var að miðla mál- um af hálfu kirkjufélagsins. Sr. Jón Bjarnason kom sjálfur til Nýja íslands í því skyni að gera tilraun til að fá sr. Magnús til að snúa frá villu síns vegar. En bæði fortölur hans og annarra kirkjufélagspresta reyndust árangurs- lausar. Sr. Magnús mætti ekki til kirkjuþings 1891, — og skömmu síðar sagði hann sig formlega úr kirkjufé- laginu. En svo mikilla vinsælda hafði hann aflað sér þessi 4 þjónustuár, að stór hópur Ný-íslendinga fylgdi hon- um, — og stofnuðu þeir sérstakan söfnuð, er aðhylltist kenningar únítara. Síðar þjónaði hann einnig únítarasöfn- uði í Winnipeg og víðar. Hann fékkst talsvert við ritstörf, gaf m. a. út tíma- ritið Dagsbrún, — mánaðarrit til stuðn- ings frjálsri trúarskoðun, — um fjög- urra ára skeið, 1893—1896, — og ýmislegt fleira, þýtt og frumsamið — bæði um trúarleg og veraldleg efni. Skömmu eftir aldamótin hvarf hann frá prestskap. — Hann bjó lengstaf í Winnipeg og gegndi þar ýmsum störf- um. Hann lézt árið 1932. Sr. Níels Steingrímur Þorláksson var albróðir sr. Páls Þorlákssonar. Hann átti að baki sér mjög svipaðan feril og sr. Friðrik J. Bergmann, — að öðru leyti en því, að hann lauk guðfræði- prófi við háskólann í Kristjaníu. Hann vígðist af sr. Jóni Bjarnasyni árið 1887, — og gerðist prestur íslenzku safnað- anna umhverfis Minneota í Minnesota í Bandaríkjunum. Árið 1900 tók hann köllun Selkirk-safnaðar í Manitoba. Var sá söfnuður þá enn mjög fámenn- ur, — vegna hins áðurnefnda klofn- ings, sem varð vegna fráhvarfs sr. Magnúsar Skaptasonar. — Er svo frá sagt, að starfi sr. Steingríms í Selkirk hafi fylgt mikil Guðs blessun, bæði fyrir söfnuð og prest. Þeir vinisburðir, sem hann fær, bæði fyrr og síðar, — bæði sem prestur og maður, eru allir á þann veg, að ekki verður annað séð, en að hann hafi átt fáa sína líka, — og verið mörgum þeim eðliskostum í ríkum mæli gæddur, sem því miður eru of sjaldgæfir í mannlego samfélagi. — Um hann látinn kernst einn af starfsbræðrum hans, sem þekkti hann vel, — m. a. svo að orði: „Það, sem öllu fremur einkenndi líf °9 lífsstarf sr. Steingríms var trúin, hrein og ómenguð kristin trú. Það var hans kærasta iðja, að nema hana og þýða> kenna hana og predika, innræta hana ungum og gömlum, — innræta hana með orðum og dæmi, — syngja hana í hjörtun, — og vinna að útbreiðslu og eflingu hennar á sem flestan hátt. — í stuttu máli: Aðaleinkunn og innsig*1 ævi hans var þetta: Að lifa fyrir Krist og boða Krist, — veginn, sannleikanf1 og lífið í tíma og eilífð.“---Að hér sé ekki um neitt svokallað „líkræðulof að ræða, má bezt marka á orðum vestur-íslenzks únítaraprests um sr' Steingrím. Hann segir svo: „Hann var allra manna einlægastur í trú sinni og það var ómenguð lútherska upp a gamla vísu. Jafnframt kenndi hjá hom um meiri lifandi trúboðsáhuga e° flestum prestum. Gáfum hans var sv° farið, að hann átti manna auðveldas með að trúa því, sem honum var kenn*> — í hjartans einlægni. Maðurinn va' valmenni, sem í engu mátti vamm sl vita, æskulýðsleiðtogi ágætur 266

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.