Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 30
koma vestur. Var hann vígSur af kirkju- félagsforseta, sr. Jóni, skömmu eftir að hann kom heim úr íslandsför sinni. — Naut hann mikillar hylli og vinsæloa safnaðarfólks síns, — og má hiklausí telja þau 3 ár, sem hann dvaldi í Arg- yle, blómaskeiðið á starfsferli hans. Hann var gáfumaður, — og þótti ágæt- ur ræöumaður. Hann tók upp þann sið að predika ,,blaðalaust“, — og lagði á það svo mikla áherzlu, að sú aðíerð yrði almennt upp tekin af prestum, — að nánast lítur út, sem allt að því sáluhjálparatriði í vitund hans. — Árið 1893 var sr. Hafsteinn kvaddur til að þjóna söínuði sr. Jóns Bjarnasonar í Winnipeg, sem um þær mundir átti við megna vanheilsu að stríða. Að ári liðnu var sr. Jón kom- inn það vel til heilsu, að hann gat tekið við starfi sínu á ný. Varð það þá að ráði, að sr. Hafsteinn staríaði áfram í Winnipeg, og ynni að stofnun nýs safnaðar í hinni ört vaxandi borg. Söfnuður sr. Hafsteins nefndist Tjaldbúðarsöfnuður, — og kom hann sér brátt upp kirkju, sem sr. Hafsteinn nefndi Tjaldbúðina. Var það talið víst, að Tjaldbúðarsöfnuður gengi í kirkju- félagið, en sú varð ekki raunin á. — Sr. Hafsteinn vildi hafa söfnuð sinn óháðan, — og sagði sig sjálfur úr kirkjufélaginu árið 1896. —Tjaldbúða- söfnuði þjónaði hann áfram til alda- móta. En þá sagði hann af sér, fluttist alfarinn til Kaupmannahafnar og dvaldist þar til æviloka, — árið 1929. Árið 1898 fór sr. Hafsteinn að gefa út lítið rit, er hann nefndi „Tjald- búðina". — Kemur þar skýrt í Ijós hin neikvæða afstaða hans til kirkjufélags- ins — og sérstaklega hefir hann horn 268 Sr. Hafstein Pétursson í síðu sr. Jóns Bjarnasonar. — Svo virðist, sem honum hafi fundizt hann vera sniðgenginn, — jafnvel ofsóttur — af starfsbræðrum sínum. — En Þ° munu ásakanir hans hafa verið, — verulegu leyti — á fölskum rökum reistar, — rökum, sem voru að mestu hans eigin hugarfóstur. — Af TjalÞ' búðinni gaf hann út 10 hefti, — ^ þau fyrstu í Winnipeg, — en hin 7 og eitt aukahefti, voru prentuð í Kaup' mannahöfn. — Það mun vafalaust sannmæli, sem sr. Björn B. Jónsson segir um sr. Hafstein látinn, að hann hafi verið meiri gáfumaður en g&u maður. Sr. Oddur V. Gíslason var löngu A

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.