Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 32

Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 32
hann stundaði áfram lækningar sínar. Og þótt hann væri kominn á gamals aldur hóí hann nú baráttu — og aS einhverju leyti nám, — til þess að að hljóta læknisréttindi. — Því marki náði hann, árið 1910, — öðlaðist skírteini sem viðurkenndur meðlimur læknafé- lags Bandaríkjanna. — En þeirra rétt- inda naut hann, — því miður, — of skamma hríð, — því fáum mánuðum síðar, — í janúar 1911, — var hans óvenjulegi — og litríki lífsferill til lykta leiddur. Um sr. Odd látinn sagði sr. Jón Bjarnason m. a.: ,,Svo gat virzt, sem hann hefði það einkenni hinnar forn- norrænu víkingslundar að treysta eigin mætti nálega takmarkalaust. Sú var þar þó bót í máli, að í dýpstu alvöru treysti hann föðurforsjón Guðs, — en sú trú hans stafaði af því og studdist við það, að hann hélt allt fram í dauð- ann fast við meginmál kristindómsins — endurlausnina í Jesú Kristi." — Enn eru ónefnd mörg nöfn, sem gnæfa hátt í kirkjufélaginu vestur-íslenzka, — settu á það svipmót sitt og mörkuðu stefnu þess að meira eða minna leyti um lengri eða skemmri tíma. — Þeirra á meðal eru t. d. dr. Björn Jónsson, sem tók við forsetastörfum af sr. Jóni Bjarnasyni á kirkjuþingi 1908 — og gegndi því embætti til 1921, svo aðeins eitt af mörgu sé nefnt. Hvar sem leið hans lá var hann framarlega í fylkingu, kjörinn til forystu, — og naut hvar- vetna álits og virðingar. Hann var við ritstjórn Sameiningarinnar í áratugi. Einnig ritstýrði hann ársritinu Áramót, sem kirkjufélagið gaf út á árunum 1905—1909, ennfremur þremur fyrstu árgöngunum af barnablaðinu Kennar- inn, sem áður er nefnt og sr. Stein- grímur Þorláksson tók síðan við. — A þeim árum var sr. Björn prestur í Bandaríkjunum — í Minnesota, — og þar voru þessir 3 fyrstu árgangar prentaðir. Er því Kennarinn fyrsta, — og eitt af þremur blöðum, — mér vit- anlega, sem komið hafa út í Banda- ríkjunum á íslenzku máli. Næst á eftir Kennaranum kom mánaðarblaðið „Vín- land“, almennt fréttablað, mjög vand- að bæöi að efni og frágangi. Það kom út í 6 ár, — 1902 — 1908, — og var sr. Björn meðritstjóri þess tvö fyrstu árin. — Þriðja blaðiö hét „Prédikar- inn“, prentað í New York árið 1914- Það var sértrúarmálgagn — og kom aðeins eitt tölublað af því. — Dr. Björn B. Jónsson lézt árið 1938, eftir 45 ára samfellda prestsþjónustu. —• má nefna sr. Kristin K. Ólafsson, ■ mikilhæfan starfsmann og trúan hlut- verki sínu. Hann lézt í hárri elli árið 1961, — sr. Guttormur Guttormsson lézt árið 1956, — sr. Sigurður Ólafsson andaðist 1961, og árið 1959 andaðist valmennið sr. Runólfur Marteinsson, — náfrændi sr. Jóns Bjarnasonar, og höfundur stórmerkrar ævisögn hans, sem kom út á Akureyri árið 1969. — Og að lokum skal þess getið, að frá 1903— 1925, þjónaði sr. FriðriK Hallgrímsson söfnuðum vestan hafs> við miklar vinsældir og traust, bæði meðal starfsbræðra sinna innan safnaðanna. — Hér skal nú lok' ið kynningu kirkjufélagspresta, Þ°lt enn séu margir ónefndir, sem vissu- lega eru þess verðir, að þeirra vserj sérstaklega minnzt. — Og þá er ekK' síður vert að hafa í huga, að prestarnír stóðu ekki einir í störfum sínum. — 270
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.