Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 34
sjálfkrafa sefast. Enda hefir það smám saman orðið, bæði á íslandi og hér vestan hafs. Stefnurnar munu og hafa brotið hvössustu broddana hvor af annarri og kunna nú betur að skilja hvor aðra og meta rétt.“ Þarna er að mínum dómi vel og drengilega að orði komizt. — Kirkjufélagið íslenzka í Vestur- heimi er liðið undir lok — og heyrir nú sögunni til. — Síðasti forseti þess var sr. Valdimar J. Eylands dr. theol. — Hann er enn á lífi, — ungur í anda, — og „ungur í Drottni," þótt kominn sé hann á áttræðisaldur. — Hann dvaldist hér heima nú í haust um nokkurt skeið og flutti þá stórmerka fyrirlestra í guðfræðideild Háskólans um kirkjusögu Vestur-íslendinga. — Mig langar til — að lokum, — að vitna í ræðu, sem hann flutti í kirkju sinni í Winnipeg um það leyti, sem kirkjufél- agið sameinaðist Lúthersku kirkjunni í Ameríku: — „Fyrir skemmstu“, segir hann, — „átti ég erindi í þrjár byggð- ir, þar sem íslenzkt félagslíf stóð í blóma fyrir nokkrum árum------------ Sums staðar má enn sjá verzlunarhús með nöfnum íslenzkra manna á þess- um slóðum. Ég kom inn í eina slíka og spurði eftir eigandanum. Hann var þar ekki lengur, og ekki heldur sonur hans, sem hafði tekið við af honum. Sá sem fyrir svörum varð, var Pól- verji. „Hvers vegna breytir þú ekki nafninu yfir búðardyrunum?“ spyr frekur og forvitinn landi. „Hvers vegna ætti ég að gera það? — þetta er gott nafn“, svaraði Pólverjinn. Það er raunabótin mesta — og hin- um íslenzka ættjarðarvin fagnaðarefni, ef það reynist jafnan svo, að íslenzka nafnið er gott nafn, — gott nafn, sem gengur í ættir, þó að tungan og aðr- ar aðstæður breytist." Og um sama leyti kemst sr. Valdi- mar svo að orði: „Lengi mun eima eftir af ræktarsemi frumherjanna og niðja þeirra við íslenzka arfinn. E. t. v. verður síðar sagt um lútherska Vestur- íslendinga: Tungunni hafa þeir gleymt, en trúnni hafa þeir haldið. — Um síðir gerðu þeir sitt til þess, að rætast maetti hugsjón meistarans um einingu kirkh unnar.“ Sjálfur hefi ég aldrei heimsótt byggð' ir íslendinga í Vesturheimi. En mér finnst samt, að ég geti, — því meir sem ég hefi nánar kynnzt vestur-ís- lenzkri sögu, —tekið heils hugar undir orð Sveins heitins Björnssonar, for' seta, er hann lét falla eftir að hann kom heim úr sinni fyrstu vesturfön „Ég hefi aldrei fyrr gert mér grein fyr' ir, hvað ísland er stórt,“ — og máske mætti ég víkja orðum hans örlíti® yfir á sérstakt svið — með hliðsjón af umræðuefni mínu og segja: ,,^9 hefi aldrei fyrr gert mér grein fyr'r’ hvað islenzka kirkjan er stór.“ Ég lýk máli mínu með því að biðja bræðrum og systrum vestan hafs ung' um sem öldnum, blessunar Guðs 1 bráð og lengd. Já: „Gef, að blómgist, Guð, þín kirkja> Guð oss alla leið og styð.“ 272 i,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.