Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 35

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 35
SR. INGÓLFUR ÁSTMARSSON, Mosfelli: Aldarminning Séra Sigurbjörn Ú. Gíslason ^in öld er nú liöin frá fæðingu séra Sigurbjörns Ástvaldar Gíslasonar. Um 1930 var það fáheyrð frétt, að reist hefði verið stórhýsi, jafnvel í höfuðborg vorri. — Einnig hlustuðu rnenn þá víðsvegar um land á manns- rödd í útvarpi með lotningarfullri að- öáun á þeirri tækni, að ræða, sem f|utt var í Rvík, skyldi hljóma skýrt á Venu heimili landsins, ef skrúfað var rá þessu nýja tæki. Menn gáfu sér- stakan gaum að öllu, sem flutt var í utvarp. ágúst 1931 heyrðum vér, sem satum við útvarp, erindi, sem Sigur- jörn Á. Gíslason flutti. Það hófst á Pessum orðum: »Ef þér væruð komin hingað til mín, ^nyndi ég biðja yður að koma með mér 'nn í Ellihælið í Reykjavík. — Þar var . emrntun í dag fyrir aldrað fólk og |.'n' Pess. Var þar allmikið fjölmenni, ega nokkuð á þriðja þúsund, og yddu á söng og ræður um fjórar stur>dir alis. Aðalræðumenn voru Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Dr. Kempf, prestur frá Wittenberg og séra Oktavíus Þorláksson, kristniboði frá Japan. En af því að ýmsir örðugleikar eru á því, að þér getið komið í kvöld inn í Ellihælið hér í bæ, þá sný ég mér frá því í bili.“ Hófst svo erindið um siðferðilegar skyldur samfélagsins við aldrað fólk, hjálparstörf því til handa og elliheimili, greinargott erindi, fræðandi og vekj- andi, enda var flutningsmaðurinn allra manna kunnugastur slíku starfi, þar sem það var til fyrirmyndar erlendis, — og var langt á undan sinni samtíð hérlendis í þekkingu og skilningi á þessu sviði mannúðarmála eins og mörgum öðrum. Ef grannt er hlustað á inngangsorð- in, sem hér voru flutt, má enn greina þar gleði og sigurhrós. — Þá hafði merkum áfanga verið náð í þessum málum: Stórhýsið Grund við Hring- 273

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.