Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 36
Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason.
braut var nývígt og tekið til starfa.
Munu menn af yngri kynslóðum eiga
erfitt með að gera sér grein fyrir, hví-
líkt afrek þá var unnið.
Frumkvæðið og forustan kom frá
hjónunum í Ási, séra Sigurbirni Á.
Gíslasyni og frú Guðrúnu Lárusdótt-
ur, samstilltum huga þeirra f trú og
verki. — Áhugasamt mannúðarfólk
hafði tekið höndum saman undir
traustri forustu þeirra og framkvæmt
stórvirki, sem á þeim tímum varstærra
en svo, að opinberir aðilar treystust til
að takast það á hendur eða hafa frum-
kvæði.
Saga þess máls er í fáum orðum
þannig:
Þau hjónin, sr. Sigurbjörn og frú
Guðrún Lárusdóttir voru vökumenn.
Þau gengu í stúku til að styðja þann
félagsskap í verki. — Bindindisstarf-
semin vildi láta sem flest mannúðar-
mál til sín taka. Þegar líða tók á fyrri
heimsstyrjöld, reyndi á hjálparstarí
Reglunnar. Víðtækt atvinnuleysi varð í
þorpum og kaupstöðum landsins og
ekki síst í Reykjavík, og dýrtíð mikil-
— Verkamannafjölskyldur skorti bæði
föt og fæði.
Þá var stofnuð Samverjanefnd inn-
an Reglunnar. Hún átti að annast
fatasöfnun og úthluta þeim, sem klæð-
litlir voru. Hún kom einnig upp mat-
stofu. Þar fengu fátækir menn ókeypis
málsverð.
Sr. Sigurbjörn var formaður Sam-
verjanefndar. Hinn sjálfkjörni foringi
þess er framkvæma skyldi samhjálp
góðra manna. Sterkur og trúr. — Hrað-
ur framkvæmdamaður.
Við þessi nefndarstörf og kynni sín
af örbirgðinni fengu nefndarmenn inn-
sýn í margvísleg fátæktar- og sorgar-
kjör. Þeir sáu gamalt og útslitið fólk
búa við áhyggjur og skort. Sumir voru
einstæðingar og munaðarlausir.
Sr. Sigurbjörn þekkti elliheimilis-
störf utanlands og hafði fyrir löngu
verið Ijóst að brýn þörf var á slíkri
starfsemi hér, og tók nú af alefli.
ásamt eiginkonu sinni og samstarfs-
mönnum að vinna að því að koma upP
elliheimili.
Samverjanefnd varð að Elliheimilis'
nefnd. Hún starfaði sjálfstætt og end-
urnýjaði sig sjálf.
Arið 1922 var Gamla-Grund tilbúin
og tók 24 vistmenn. Sama ár hófst
starfsemi elliheimilis á ísafirði á veg-
um bæjarfélagsins með aðstoð Hjálp'
ræðishersins.
274