Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 38
lagði megin áherslu á innblástur ritn- ingarinnar og að láta mótast í trú og breytni eftir fyrirmynd frumkristinna safnaða. Fyrstu kynnum sínum af Heimatrú- boðinu lýsir hann svo í bréfi til tíma- rits kirkjunnar, „Verði ljós“. „Ég hef þegar rekið mig á, að ég hef að ýmsu leyti haft rangar hug- myndir um Heimatrúboðið danska. Mig hefur ekki skort færi á að kynnast því, síðan ég kom hingað. Mér er fullkunnugt um, að heimatrú- boðsstefnan á sér ekki marga vini meðal landa minna, og er það eðlilegt, þegar þess er gætt, að „þekking" flestra þeirra, að því er hana snertir, er byggð á því, sem dönsk saurblöð og vantrúarmálgögn hafa um hana sagt. Heimatrúboðið ber merkið hátt. gerir miklar kröfur til manna og þekkir enga ,,vatnsgrautar-miskunnsemi“ gagnvart hálfvelgjunni, vantrúnni og spillingunni, en slíkt hefur aldrei átt vinsældum að fagna hér í heimi. — Auðvitað er stefna þessi ekki gallalaus fremur en annað hér á jörðu, en þeg- ar saurblöðin fara að lýsa göllum hennar, þá er ekki sparað stækkunar- glerið“. Síðan lýsir hann hinu þróttmikla kirkjulífi. Kirkjurnar fullsetnar, altaris- göngur tíðar og almennar, sunnudaga- skólar og æskulýðsstarf með blóma. — Safnaðarheimilin mikið notuð. Al- menn þátttaka í líknarstörfum, bæði heima og erlendis, og öflug starfsemi til styrktar kristniboði. Auðvitað stakk þetta mjög í stúf við þá hefðbundnu værð, sem einkenndi íslenskt safnaðarlíf, sem þekkti lítt til almennra trúarvakninga. Þegar sr. Sigurbjörn kom aftur heim, var það hans heitasta ósk og takmark hans að vekja af værðinni, gera þá trú virkari, sem hann vissi að lifir í innstu fylgsnum ótal sálna, blása í glóð hins helga neista, glæða hann til að verða helgur logi. Hann tók til starfa og predikaði í ræðu og riti, ferðaðist um landið og hélt fyrirlestra og samkomur. Auðvitað boðaði hann trúna eina til hjálpræðis. En hann hefur ekki gleymt því, að trúin er dauð án verkanna. — Trúin eina er jafnframt Samverjinn, sem kemst við og líknar. Á fyrstu árum Sr. Sigurbjörns í starfi hér heima voru bæði nýguðfræð- in og spíritisminn að nema hér land. Nýguðfræðin með sín vísindalegu sjón- armið, sem ýmsir trúðu þá jafnt ákaft á eins og aðrir trúðu bókstaflega á Biblíuna. Og spíritisminn kom með sína miðilsfundi og borðdans eða ó- sjálfráða skrift, og sumum þótti þe'r fundir jafnvel taka fram safnaðar helgi' stundum í kirkju. Hér lýstur því saman ólíkum straum- um í trúarlífi þjóðarinnar, og engin furða þó að átök yrðu, sem umróti ollu, margt talað og ritað og hart deilt á þeim tímum. Enginn kostur er að rekja þau mál. Á þessum árum stofnaði Sr. Sigur- björn ásamt nokkrum öðrum áhuga- mönnum hlutafélag til útgáfustarfsenú og hóf það félag árið 1906 útgáfu blaðsins Bjarma, sem kom út hálfs- mánaðarlega. Ritstjóri þess var Bjarm Jónsson, en Sr. Sigurbjörn ritaði einn- ig greinar í blaðið. Útgáfan bar sig ekki fjárhagslegm og á 10. ári Bjarma var sýnt, að Þar 276

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.