Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 44

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 44
In memoriam Prðfessor ióhann Hannesson f. 17.11.1910 — d. 21.9.1976 Þegar blaðað er í heimildum um ævi- þráð athafnasamra manna, er víða fóru og mörgu fengu áorkað, setur lesandann tíðum hljóðan. Þetta verð- ur ekki hvað sízt, þegar svo stendur á, að hinn síðar nefndi sjálfur kynntist afburðamanninum á einhverju skeiði ævi hans og varðveitir minningu þeirra stunda. Eigin kynni verða alla jafna ofar í huga en ritaðar heimildir. En þegar þau kynni taka einungis til af- markaðs hluta ferils og starfsvett- vangs, verður undrunin þeim mun meiri sem lengur er setið yfir skráðum frásögnum: Svo miklu fékk hann þá áorkað, áður en félagsskapur tókst okkar á meðal, já löngu áður en ég hafði hugmynd um, að hann væri til. Svo gjörsamlega framandi og fágæt voru viðfangsefni hans eitt sinn. Hvern- 282 ig maður mun hann hafa verið þá, hann sem varð á vegi mínum síðar o9 lét mér í té efnivið í mynd, er ekki máist, þótt áfram líði árin? Eitthvað á þessa leið hygg ég, a^ mörgum þeim muni hugsað verða, sem stunduðu guðfræðinám við Háskóla ís' lands á sjöunda tugi aldarinnar, e( þeir minnast Jóhanns Hannessonar- Okkur var hann og verður fyrst o9 síðast „prófessor Jóhann“, og rne þeim orðum tveimur er mikið sag4 hverjum þeim, er lifði þennan manrj og þessi ár. Auðvitað höfðum við el meira eða minna óljósa hugmynd um fyrri feril Jóhanns Hannessonar. sa þráður var honum samslunginn og * takteinum og hraðbergi seint °9 snemma: Víðförull veraldarmaður, U° lærður og margreyndur, engu líkara en

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.