Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 50
meira en orðin ein. Þar þótti gestum líka gott að á. Ég man ég nam þar staðar ungur drengur og lotning fyrir íbúum gerði feimnina ennþá meiri, unz vinaleg orð námu tunguhaftið á brott. Þar átti frú Steinunn Magnúsdóttir sinn ríka skerf. Tíguleg var hún og bar sig vel, svo að eftirtekt vakti og sögur voru um hana sagðar, þar sem henni var líkt við kvenskörunga fyrri tíma og það til nefnt, sem líkt þótti með henni og þeim, sem varpað höfðu birtu sinni yfir gengnar kynslóðir. Þetta kom eðli- lega í krafti persónuleika hennar og framkomu, en ekki dró úr, þegar hún lagði orð í belg. Hún var einstaklega vel lesin og mundi það, sem hún vildi úr bókum. Sagði vel frá og kunni Ijóð svo sem maður hennar. Hún var föst fyrir og hafði skoðanir á málum, hvort heldur tal beindist að trúmálum eða þeim þáttum mannlegra samskipta öðrum, sem efst voru á baugi hverju sinni. Og hún hikaði heldur ekki við að láta í Ijós skoðanir sínar, og duldi ekki þá henni þótti miður, en engan lét hún gjalda þess, svo að ég viti til, sem aðra hafði af- stöðu en hún sjálf. En svo sem hún fylgdi fram sannfæringu sinni af hik- lausri einlægni, naut hún þess þó bezt, er eining ríkti og samstaða hafði náðst, þótt öllum veitti hún jafnljúfmannlega heima, hvernig sem á stóð. En henni var ekki sama um afdrif mála, eða hvernig brugðizt var við, svo var hún heil og sönn sjálf, flærðarlaus og hrekklaus, en ákveðin og einbeitt. Hún fæddist að Gilsbakka 10. nóv- ember 1894 og hét fullu nafni Steinunn Sigríður. Voru foreldrar hennar séra Magnús Andrésson og frú Sigríður Pétursdóttir Sivertsen, velþekkt bæði af starfi, ætt og afkomendum. Stein- unn giftist séra Ásmundi Guðmunds- syni frá Reykholti 21. júní 1915 og hafði setið í flestum að fornum sið, meðan hann dvaldist meðal Vestur- islendinga í Kanada. Mun hér ekki rakin starfssaga þeirra frekar en að framan er drepið á. Frú Steinunn var sjálf þeirrar gerðar, að fá orð féllu henni betur en mörg, og þá sérstak- lega, ef um hana sjálfa skyldi fjalla- Frú Steinunn andaðist 6. desember 1976 og hafði þá um hríð verið heilsu- tæp. Hún var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 16. desember. Fyrir hönd íslenzkra presta er lrtJ Steinunni þakkað, ekki aðeins hlutur hennar eftir að maður hennar varð biskup og hún biskupsfrú, heldur allt hennar starf og allur hennar góði hug' ur til kirkjunnar og presta hennar- Minning hennar lifir, ekki aðeins með- an þeir eru ofar foldu, sem henm kynntust, heldur mun frá henni hermt verða, svo að yngri kynslóðir hafi a henni nokkra þekkingu. Er það verðleikum. Ólafur Skúlason- 288

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.