Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 51

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 51
Orðabelgur Furðustríð uppvakninganna Nú eru þeir orðnir kunnir að því á Morgunblaðinu að vekja upp drauga, og kemur hver draugurinn upp úr öðrum. Sú merkilega uppvakningasaga eða kómedía hófst, er grein birtist í Kirkjuriti um hreina trú. Á augabragði komust nokkrir athafnasamir andar á Kreik eins og af sjálfsdáðum. Og höf- undur greinarinnar varð þjóðkunnur ”vondur“ maður á fám dægrum. Svo illt verk er það að boða Krist, krossfestan og upprisinn, og kalla öann lífsvon mannkyns. Illt og Ijótt virðist það og orðið, sem forfeður vorir settu traust sitt á um aldir, — því Kristnir voru þeir flestir lengst af, þótt ýrnsir láti nú svo heita, að þeir hafi trúað á álfa í hólum. Þeir hinir sömu ®«u að kynna sér til dæmis sambýli þjóðtrúarinnar og rétttrúnaðarins á •slandi. Þó vænkaðist fyrst til muna hagur uPpvakninganna, þegar prestastefna Var haldin í Skálholti, og andlegir leið- *°9ar kristinna safnaða á íslandi, heið- arlegir og samvizkusamir menn, að uiá, og allir sérfróðir um trúar- re9ð, leyfðu sér þá ósvinnu að vara því, sem þeir töldu andlega óholl- ustu. þg vöknuðu upp býsna margir 1 SrTienn hinna fyrri anda, svo líklegir sem ólíklegir, og lesa mátti fyrirsagnir um „aumingja prestana“ í blöðum og sitthvað fleira skrifað af áþekkri geðs- hræringu. Það eru vitanlega engir Guðs volaðir andlegir vesalingar, sem hafa efni á því að vorkenna prestastétt- inni með þeim hætti! Einna furðulegast má þó heita í öllu þessu stríði, að stjórnendur stærsta dagblaðsins í Reykjavík hafa tekið mjög svo eindregna afstöðu með upp- vakningasveitinni og þar með gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á Islandi. Nú má ætla, að all stór hóp- ur lesenda blaðsins sé kirkjufólk, og er þetta þeim mun annarlegra. Virðist tími til kominn, að það fólk hafi gát á, hverju það Ijær lið, þegar það kaupir og les dagblöð. Dó, dó og dumma Jesús reið inn í Jerúsalem á asna, eins og afbrotamaður að austurlenzk- um hætti, og förunautar hans, sem hylltu hann sem Messías, voru ekki hátíðakór úr musterinu. Efalaust voru þeir flestir fátækt fólk og svokallaðir syndarar. En Jesús vildi ekki hasta á þá. Þann dag, er hann hélt til móts við þjáning sína og til aftökunnar, mátti heimurinn vita, hver hann var, hinn 289

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.