Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 52
blessaði konungur. „Ég segi yður, ef
þessir þegðu, mundu steinarnir
hrópa.“
Þann dag varð margur ósáttur við
hann. Og æ síðan hafa uppi verið
menn, sem vildu færa margt til betri
vegar, klæða kristinn dóm í hrjálegri
búning. Morgunblaðsmenn virðast nú
hafa tekið upp slíka umbótastefnu.
Síra Bolli Gústafsson í Laufási hafði
þann starfa með höndum að rita
sunnudagahugvekjur fyrir Morgun-
blaðið um þær mundir, er mest gekk
á út af prestastefnunni margnefndu.
Hann er ritsnjall maður og gæddur hóg-
látri kímni, enda fórst honum allt vel.
En frá því hann lét af hugvekjusmíð-
inni, hafa ekki aðrir komizt þar að en
þeir, er fylgdu ,,umbótastefnu“ blaðs-
ins. En þeir fá þar einnig góðan
,,dóm“ og háa einkunn. Kveður þar
mest að síra Jóni Auðuns, fyrrum
dómprófasti, enda er hann manna
kunnastur að því að lúskra á kreddu-
mönnum og ýmsum meginatriðum
kristinnar kenningar, svo og ýmsum
forynjum, er hann sá þar í kring, —
vígreifur eins og Dón Kíkóti. í mjög
svo hentugan tíma kom og hvalreki
mikill á fjörur Morgunblaðsins, því að
síra Jón birti í vetur æviminningar
sínar og greinargerð fyrir lífsskoðun
sinni ásamt palladómum nokkrum um
samferðamenn. Er ekki að orðlengja
að lesendum Morgunblaðsins má nú
Ijóst vera, að þvílík bók hefur ekki
lengi komið út á íslandi.
Ef rétt er munað, fóru að birtast
kaflar úr bók þessari í Morgunblaði
nokkru áður en hún kom út. Var til
þess varið heilum síðum eða opnum
blaðsins. Hvort sem það var hending
eða ekki, voru m. a. til valdir kaflar
um fólk, sem á sinni tíð hafði verið í
forystu fyrir kristilegum félögum, er
prófastinum var heldur í nöp við. Nú
var þetta fólk horfið af þessum heimi
og óhætt að segja um það, hvað sem
var, jafnvel láta í skína, að það hefði
nú verið blendið í trúnni og ekki góð-
mennskan einber. Dr. Bjarni Jónsson,
vígslubiskup, var einn þeirra tilnefndu,
forveri bókarhöfundar í embætti dóm-
prófasts og um skeið samverkamaður
hans við Dómkirkjuna.
Þó tók nú fyrst í hnjúkana, þegar
ritdómur um bókina kom í Morgun-
blaði. Þar dugði ekki minna en einar
fjórar eða fimm síður af aikunnri
mælgi Guðmundar Hagalíns. Virtist
hann sem bergnuminn, enda skorti
ekki lýsingarorð í dóminn þann. Auk
þess, að bókarefnið var þar mjög svo
endursagt, svo sem háttur er Hagalíns,
voru þar innan um og saman við
nokkrar mergjaðar athugasemdir eða
íhuganir frá eigin brjósti rithöfundar-
ins um kristnilíf Norðmanna, Lýðhá-
skólann í Skálholti, forstöðumann hans
og fleira. Ekki var þess að neinu getið,
hversu rithöfundurinn hefði hagað út-
tekt sinni á kristni frænda vorra í Aust-
urvegi, ekki orð um hversu oft hann
hefði lagt leið sína í kirkjur þar, hversu
marga predikara heyrt, hversu marga
trúaða hann hefði verið samvistum við
til að athuga trúrækni þeirra og dagfar-
Nei, hér var einungis verið að éta eitt'
hvað upp eftir Arnúlfi Överland, reynt
að stæla gamla og heldur óhrjáleg8
skrípamynd eftir hann. Það tók því Þá-
Aðrar athugasemdir úr ritdóminum
er líklega bezt að leiða hjá sér. Ein'
hver var raunar að segja, að gamia
290