Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 58

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 58
......og erlendis Máni frá Kóreu „Góðir áheyrendur! Sé einhver sjúkur á heimili yðar, þarf þá ekki að kalla á lækni? Ég er sendur af Guði til þess að veita Bandaríkjunum læknishjálp. i þrjú ár hefi ég vakinn og sofinn birt bandarískri æsku nýja opinberun frá Guði.“ Svo mælir sjálfskipaður frelsari frá Kóreu, Sun Myung Moon að nafni, 56 ára að aldri. Hann stendur í ræðustól á Yankee-íþróttavellinum í New York í júní 1976. Hann er forsprakki sam- taka, sem hafa einingu heimskristn- innar á stefnuskrá sinni. Hann hafði búist við 200 þúsund manns á sam- komu sína, en kringum 25 þúsund komu. Áður en hún hófst, höfðu um 1500 ungra fylgjenda hans farið skrúð- göngu frá Harlem til Wall Street með lúðrablæstri og söng, límt á veggi aug- lýsingaspjöld með mynd af Moon og útbýtt frímiðum á hátíðahöldin. Ræða Moons stóð fulla klukkustund. Margir yfirgáfu samkomuna áður henni lyki. Túlkur sneri máli hans á ensku jafnóðum. Á götunum fyrir utan völlinn höfðu andstæðingar Moons safnast saman með kröfuspjöld, sem á var letrað meðal annars: NIÐUR MEÐ GRÖÐA-SPÁMANNINN! Háværastir í þessum hópi voru foreldrar ungra lærisveina Moons. Og þeir höfðu ærna 296 Sun Myung Moon predikar. ástæðu til mótmæla, því að börnin slíta að mestu sambandi við foreldra sína, er þau ganga í trúflokk Moons. Moon telur sér um 30 þúsund með- haldsmenn í Bandaríkjunum, 300 þús- undir í Suður-Kóreu og 200 þúsundir í Japan. Og í Evrópu mun trúflokki hans hafa aukist mjög ásmegin síð- ustu ár. Það er talið, að Moonistar i Vestur-Þýskalandi séu um 6000, 1 Frakklandi 1000. AS selja Ginseng-te á götunum. Stuttklipptir, frísklegir unglingarni1' minntu marga á nasista, þar sem Þe,r marséruðu syngjandi um göturnar. En í kenningum Moons verður líka var

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.