Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.12.1976, Blaðsíða 64
an eða með Guðs náð geta gert betur, láti af henni og víki fyrir oss, því að það er ekki skoðun mín, að öll þýzk héruð verði að taka upp skipan vora í Wittenberg. Enda hefur það aldrei gerzt hingað til, að stiftin, klaustrin og prestaköllin hafi í öllum greinum verið eins. Það færi aftur á móti vel á því, að í sérhverju stjórnarumdæmi væri guðsþjónustan með sama hætti og að nærliggjandi smábæir og þorp fylgdu sama hætti og borgin. Það skal vera frjálst og óátalið, ef önnur stjórnarhér- uð fylgja sömu háttum eða bæta ein- hverju við. i stuttu máli sagt, þá setj- um vér ekki slíka skipan vegna þeirra, sem þegar eru kristnir, því að þeir þarfnast ekki slíks, þar sem menn lifa ekki þess vegna, heldur viðhelzt slíkt vor vegna, sem ekki erum enn þá kristnir, svo að það geri oss kristna. Guðsþjónusta þeirra er í andanum. En slíka skipan verður að hafa vegna þeirra, sem eiga eftir að verða kristnir eða styrkjast. Þessu er á sama hátt farið og þegar kristinn maður þarfn- ast ekki skírnarinnar, orðsins og altar- issakramentisins sem kristinn, því að hann hefur þetta allt, heldur þarfnast hann þess sem syndari. En fyrst og fremst verður þetta að vera vegna hinna vankunnandi (eynfeltigen) og hinna ungu, sem eiga og verða dag- lega að umgangast ritninguna og Guðs orð og alast upp í því, svo að þeir venjist ritningunni, verði færir og vel að sér í henni til þess að vernda trú sína og til þess að með tímanum fræða aðra og hjálpa til við að auka ríki Krists. Vegna þessa verða menn að lesa, syngja, predika, skrifa og semja, og þar sem það væri til hjálpar eða nauðsynlegt, þá myndi ég auk þess láta hringja með öllum klukkum, blása með öllum orgelpípum og láta allt hljóma, sem hljómað gæti. En guðs- þjónustur páfans eru forkastanlegar, vegna þess að þær gera lögmál, verk og verðleikaþjónustu úr þessu öllu saman. Þar með hafa þær (guðsþjón- ustur páfans) undirokað trúna og ekki beinzt að hinum ungu og óupplýstu til þess að æfa þá í ritningunni og Guðs orði, heldur eru þær staðnaðar og halda fast við þetta eins og það væri nauðsynlegt til sáluhjálpar. Þetta er frá djöflinum. Þannig hafa kirkjufeð- urnir ekki skipað eða sett. Til eru þrenns konar guðsþjónustur og messur. í fyrsta lagi er hin latneska, sem vér höfum áður sent frá oss og heitir Formula Missae (A. D. 1523). Þá guðsþjónustuskipan vil ég ekki nema úr gildi eða henni breyta, heldur eins og vér höfum hingað til haldið hana hér hjá oss, þá skal vera frjálst að nota hana, þar sem og þegar oss sýnist eða ástæða rekur til þess. Af þessum ástæðum vil ég ekki á nokk- urn hátt láta latínuna hverfa úr guðs- þjónustunni, því að ég ber hina ungu fyrir brjósti. Ef það stæði í mínu valdi og grískan og hebreskan væri oss eins töm og latínan og hefðu þær eins mik' ið af fínni tónlist og söng og latínan, þá ættu menn að halda, syngja og lesa sinn hvern sunnudaginn guðs- þjónustur á þýzku, latínu, grísku og hebresku. Ég fylgi ekki þeim, sem að- eins vilja halda sér að einni tungu og fyrirlíta aðrar, því að ég vil gjarnan ala upp unga sem eldri, sem gsetu verið Kristi til gagns í framandi lönd- um og talað þar við fólkið, svo að 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.