Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 68

Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 68
verð eg daglega var. Nóg er skrifað í bókum, víst er um það, en ekki hefur því öllu verið komið inn í hjörtun. Um guðsþjónustuna Þar sem stærsti og mikilvægasti liður guðsþjónustunnar er að predika Guðs orð og kenna það, þá högum vér pre- dikuninni og lestrinum á eftirfarandi hátt. Á helgidögum eða sunnudögum höldum vér óbreyttum venjulegum pistlum og guðspjöllum og þrenns konar predikunum. Snemma dags um kl. 5 eða 6 eru sungnir einhverjir sálm- ar eins og við óttusöng (metten). Því næst er pistill dagsins predikaður, fyrst og fremst vegna starfsfólksins, svo að fyrir því sé séð og það heyri Guðs orð, ef það getur ekki verið viðstatt hinar predikanirnar. Þá fylgir andstef (antiphen) og Te deum laud- amus (Þig Guð lofum vér) eða Bene- dictus (Lofsöngur Sakaria) (Lúk. 1: 68—79), hvert á eftir öðru ásamt Faðir vor, kollektubæn og Þökkum Drottni. Við messuna um kl. 8 eða 9 er predikað út frá guðspjallinu samkvæmt kirkjuárinu. Síðdegis við kvöldsönginn (vesper) er Gamla testamentið predik- að áframhaldandi og ýtarlega á undan Magnificat (Lofsöng Maríu, Lúk. 1: 46—55). En ástæðan til þess, að vér höldum við skiptingu pistla og guð- spjalla eftir kirkjuárinu eins og siður hefur verið, er sú, að vér höfum ekk- ert við hana að athuga. Þannig hef- ur það verið venja í Wittenberg allt til þessa, svo að margir eru þeir, sem læra að predika, þar sem slík skipting pistla og guðspjalla hefur haldizt og ef til vill helzt. Þar sem vér viljum verða þeim að liði með þessu og þjóna þeim og án þess að það skaði oss, þá látum vér það haldast þannig, en jafn- framt viljum vér ekki ávíta þá, sem taka fyrir heilu guðspjöllin. Vér álítum, að leikmaðurinn fái næga predikun og fræðslu í þessu. En sá, sem óskar að gera meira, finnur nægilegt fyrir aðra daga. Nánar tiltekið er snemma á mánudögum og þriðjudögum lesið fyr- ir úr boðorðunum tíu, trúarjátning- unni og Faðir vor, um skírnina og sakramentin. Þannig er þessum tveim- ur dögum úthlutaður katekisminn. Þeir styrkja hinn rétta skilning. En snemma á miðvikudögum er lesið á þýzku. Til þess er Matteusarguðspjall vel fallið. Þar af leiðandi á dagurinn að tilheyra því, vegna þess að það guðspjall er hentugt til fræðslu almennings. Það greinir frá hinni góðu predikun Krists á fjallinu (Matt. 5—7) og er vel til þess fallið að leiða til iðkunar kærleikans og góðra verka. En Jóhannesarguð- spjall, sem kennir kröftuglega trúna, hefur einnig sinn eigin dag, laugardag- inn eftir hádegi við kvöldsönginn (vesper), svo að vér getum æft oss daglega á tveimur guðspjöllum. Árla morguns á fimmtudögum og föstudög- um er lesið úr pistlum postulanna og það, sem eftir er af Nýja testamentinu- Með þessu er nægilega vel séð fyrir lexíum og predikunum til þess að Guðs orð hljómi, en auk þess er gert ráð fyrir lexíum í æðri skólum fyrir lærða- Við æfingu pilta og nemenda í Bibl' íunni er farið að eins og hér segir- Alla vikuna á undan lestri úr ritning- unni syngja þeir nokkra sálma á lat' ínu eins og venja hefur verið hinga® 306
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.