Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 73

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 73
un. Enn fremur skulum vér biðja, að r'ki Guðs komi og aukist, allir syndar- ar. blindir og fangaðir af djöflinum í ríki hans, verði leiddir til réttrar trúar á Jesúm Krist, son Guðs, og geri tölu hinna kristnu mikla. Enn fremur biðj- urn vér, að vér verðum styrkt með anda hans til þess að gjöra vilja hans °9 líða í lífi og dauða, í góðu og illu, ávallt beygja vilja vorn, fórna honum °9 deyða hann. Enn fremur biðjum vér. að hann vilji gefa oss daglegt brauð, varðveita oss fyrir ágirnd og áhyggjum líkamans (bauchs), og að vér í þess stað væntum ríkulega alls 9óðs frá honum. Vér biðjum enn frem- Ur. að hann vilji fyrirgefa oss skuld v°ra, svo sem vér og fyrirgefum skuldunautum vorum, svo að hjarta v°rt hafi örugga og glaða samvizku frammi fyrir honum og vér hvorki ótt- umst né skelfumst nokkurn tíma nokkra synd. Vér biðjum Guð, að hann leiði °ss ekki í neina freistni, heldur hjálpi °ss með anda sínum til þess að beygja holdið, fyrirlíta heiminn ásamt eðli hans og sigrast á djöflinum ásamt aMri iMsku hans. Vér biðjum hann að siðustu, að hann frelsi oss frá öllu illu hæði í líkamlegu og andlegu, tíman- jsgu og eilífu tilliti. Þeir, sem í alvöru Prá þetta allt, segi af hjarta, Amen, og trúi án allra efasemda, að það sé raun- verulegt og bænheyrt á himni eins og ristur hefur heitið oss: Það, sem þér jðjið um, skuluð þér trúa, að þér jótið, þá mun það einnig veitast y ur. í öðru lagi áminni eg yður í Knst', aS Þér í réttri trú íhugið sátt- U'ála Krists og helzt orðin, þar sem ristur gefur oss líkama sinn og blóð tM fyrirgefningar, höndlið það ákveðið í hjartanu að þér minnist og þakk- ið þá óendanlegu náð, sem hann hef- ur sýnt oss, þar sem hann hefur frels- að oss með blóði sínu frá reiði Guðs synd og dauða og helvíti. Því næst skuluð þér taka hið ytra við brauð- inu og víninu, sem tryggingu og panti, síðan skulum vér í hans nafni og að hans boði hafa þannig um hönd og nota með hans eigin orðum sátt- málann. Hvort menn vilja heldur flytja slíka umskrifun og áminningu á predikunar- stólnum strax á eftir predikuninni eða fyrir altarinu, gef ég sérhverjum frjálst. Svo virðist sem hinir gömlu prestar (die alten) hafi til þessa flutt það á predikunarstólnum og svo hafi haldizt síðan, að almenn bæn sé flutt eða Faðir vor lesið, en áminningin sé orðin að opinberum skriftum, því að með því yrði Faðir vor ásamt stuttri út- leggingu áfram hjá fólkinu og Drottins yrði minnst eins og hann hefur boðið við kvöldmáltíðina. En ég legg til (gebeten haben), að notuð sé sama umskrifun og áminning með fastmót- uðum eða fyrirskrifuðum orðum eða á sérstakan hátt, vegna fólksins, svo að ekki noti einn þetta orðalag í dag, en annar hitt á morgun, og sérhver sýni list sína, svo að fólkið verði ráðvillt og hvorki læri neitt né haldi neinu eftir. En það er um það að ræða að fræða fólkið og leiða það, þess vegna er nauðsynlegt, að hefta hér frelsið og fylgja sama hætti í slíkri umskrifun og áminningu, einkum í kirkjum, sem standa einstakar eða sameiginlega út af fyrir sig, ef þær vilja ekki fylgja einhverri annarri frelsis síns vegna. Því næst fylgir kvöldmáltíð (ampt) 311

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.