Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 8

Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 8
Óumdeilanlegur, geistlegur höfðingi. Hugurinn hvarflar fyrst vestur á Snæfellsnes. — Kynntist þú síra Árna fyrstum presta? — Það er að sjálfsögðu sá frægi síra Árni Þórarinsson, sem um er spurt. — Jú, hann var sá fyrsti. Og mér finnst nú, þegar ég er orðinn gamall, að það hafi verið mér ómissandi að þekkja hann. Hann var svo einstæður. Og þótt ég hafi marga ágæta þekkt síðan, þá stendur hann alltaf uppi og upp úr. Það er enginn honum líkur. Hann sameinar margra þeirra kosti, og hefur þó sérstaklega það til að bera umfram aðra menn, að hann var I senn óumdeilanlega geistlegur höfð- ingi og gat blandað geði við allan al- menning, alveg hreint, hvern sem var, og fórst það allt jafn vel. Og þótt hann talaði oft ógætilega, þá kom það aldrei fyrir, að hann óvirti sína köllun og sitt starf. Enda sagði kona, sem átti í mestu útistöðum við hann, að hann ætti aldrei að fara úr hempunni, vegna þess að prestskapur hans væri ágætur í kirkjunni. Hún var nú ekki ánægð með hann þar fyrir utan, en það var vegna þess, að ágreiningur var milli þeirra, og bæði voru þau dálítið ósanngjörn í því — og ólagin, því að þau vildu hvort um sig kúska hitt. En hvorugu veitti betur, því að hún var ekkert lamb að leika sér við. En það var ómetanlegt að þekkja hann. Hann var svo fræðandi á öllum sviðum. Hann kunni allt, sem hann hafði lesið alveg frá þessum klassísku Sr. Árni Þórarinsson. bókmenntum, sem hann las í skó^ og fram til nýjustu bóka. Hann ha‘ þennan góða sið að fara alltaf á hauS in til Reykjavíkur. Og þá sat hann Þ^ í tvær eða þrjár vikur, og var nú mik' gagnrýndur fyrir þá fjarveru. En Þe^_ ar hann kom aftur, fór hann að vitja, og þá tók hann bara í gegn a1 bækur, sem út höfðu komið á árinu 0 hann hafði lesið í Reykjavík. sagði frá þeim og dæmdi þær ^ þessum skarpleika, sem var óme legur fyrir fólkið. Hann var einsta tan' — Já hann kynnti sem sagt ^ urnar, þegar hann kom heim? — Já, hann talaði um bækur þegar hann kom. Og það var sko r# ekk' kafP' ert klaufalegt, því hann var s ( skyggn. Þegar hlutirnir voru komn'r. þoku og fjarlægð fyrir öðru fólki> ,, sá hann fulla sjón inn að rótum 111 anna. Það var stórmerkilegt. 166 J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.