Kirkjuritið - 01.09.1977, Blaðsíða 34
Þú manst eftir Englendingnum, sem
skrifaði bók um „God’s frozen pe-
ople“? — Hinn frosni Guðs lýður, —
gaddaði lýður.
Síra Sigurður bregður á þá frægu
og meinlegu gamansemi sína.
— Þannig hafa söfnuðir okkar verið.
Trú og trúfesti einstaklinga höfum við
allir reynt, en félagsleg vitund er varla
innan kirkjunnar. Og hana verðum við
að fá. En hún fæst ekki nema með því,
að leikmenn séu nýttir. Ég álít, að
kirkjan verði að fara að vinna að því
að veita þvi fólki fræðslu, sem vill taka
þátt í starfinu. Það þarf að hafa sinn
myndugleika. Eins þarf það náttúrlega
líka að hafa ákveðið sjálfræði, svo
að það sé ekki algjörlega eins og
þjónar prestsins. Leikmenn þurfa sitt
svigrúm og sína ábyrgð innan safn-
aðarins, eins og héruðin þurfa sitt svig-
rúm innan biskupsdæmisins, svo að
þau séu ekki aðeins eins og þjó^
biskupsins.
— Þú telur sjálfsagt ,að biskup koiT"
í Skálholt?
— Alveg sjálfsagt. Það er ekki
rómantík. Það getur haft óhemjule^
strategíska þýðingu í framtíðinni.
vitum aldrei, hvað framtíðin ber,
skauti sínu. Hún getur borið þá óbú
legustu hluti í skauti sínu. Þess ve9r£1
er sjálfsagt að stefna að því, að biskúP
hafi hér aðsetur.
Ég tel stóran mun á því, hvað PreS
ar skilja þetta betur nú en fyrir fjeílJ
tíu árum. Fjöldi presta er nú s0nn
færður í þessu efni. En það eru íá'r
sem vilja hafa sig í frammi, Þvl
prestar eru því vanir að líta kall s'
sem sinn sérstaka afskammtaða ve,|
vang. En þetta er hvorki einK®11'.
biskups né presta, heldur mál ^'r
unnar allrar, safnaðanna í landif1"'
G. Ól. Ól. skráS1-
192