Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 68

Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 68
frá henni hvikað. Til þess má svo rekja allt hið ágæta í dagfari hans og störf- um, er gerir hann svo minnisstæðan og ógleymanlegan þeim, er bezt þekktu hann. Síra Jakobi þarf ég ekki að lýsa fyrir þeim, en vegna annarra, er minna þekkja til, skal hér aðeins sagt, að hann mátti eigi vamm sitt vita, var prúður og háttvís í allri framkomu, skyldurækinn í sérhverju starfi, hjálp- fús og hreinlyndur, drenglyndur og trygglyndur. Hann hafði frábærlega mikla og fagra söngrödd og lék einnig ágætlega á hljóðfæri. Þegar kynni okkar hófust við byrj- un prestsstarfs míns á Skeggjastöðum var ég nær 26 ára, en hann 53 ára. Þrátt fyrir þennan aldursmun tókust fljótt með okkur náin og góð kynni, sem síðan héldust. Naut ég oft gest- risni heimilis hans og margra hollra leiðbeininga, sem veittar voru af ein- lægni og hjartahlýju. Prestsstörf öll vann hann með alúð og lotningu sem helgri þjónustu hæfir, svo að það sem annað mætti allt verða Guði til dýrðar, og átti þar við um síra Jakob í því sem öðru, að í engu gaf hann ásteytingar- efni, ekki til þess að ágæta sjálfan sig, heldur til þess, að ekki yrði þjón- ustan fyrir lasti. Vegna prófastsstarfa sinna hafði hann margvísleg samskipti við mig og söfnuð minn. Meðal annars æfði hann þar kirkjusöng. í öllu starfi sínu hjá söfnuði mínum ávann hann sér því meiri virðingu og vinsældir sem kynni urðu meiri, og ætla ég, að svo hafi alls staðar farið í hans langa og farsæla prófastsstarfi. Kynntist ég því starfi hans, bæði á fundum og ferða- lögum og síðar af ernbættisbókum- Leyfi ég mér að fullyrða, að engínn hans eftirmanna hefir rækt prófasts' starfið svo vel sem hann, er þó ekk1 með þessari umsögn á nokkurn hát* lastað starf okkar briggja, er eftir hann höfum gegnt þessu starfi. Ég á margar minningar um fundi> sem hann stýrði, bæði héraðsfundi o9 prestafélagsfundi. Oft voru skoðan|r skiptar og deilt um málefni, einkum a fundum presta, en með festu og 9°®’ girni tókst þeim próföstum, síra Jakoh' á Hofi og síra Haraldi á Kolfreyjust3 að móta svo þessa prestafundi, að Paf ríkti eining og bróðurhugur, og e< menn sameinuðust fyrst um það, s®111 þeir áttu sameiginlegt, urðu ágtein ingsefni minni en ella. Svo sterk vorLl þessi áhrif, að lengi mun þeirra g^ta' Fyrir þetta og allt það annað, se^ ég hefi lítið eitt að vikið um þjónust síra Jakobs í farsælu prests- og Pf0 fastsstarfi færi ég honum af heilh hug mínar þakkir og kirkjunnar. { Hér er vissulega margs að minne og margt að þakka. Söfnuður Ho prestakalls í Hofs- og Vopnafjar®a sóknum kveður hér þann prest, se^ helgaði honum allt sitt ævistarf þjónaði hér 42 ár. Hann stóð við ^ yðar á stundum gleði og sorger ^ studdi í hverri raun. Hann leiðbe'n og fræddi og beindi för yðar á bfa° 5 Ijóssins, sannleikans og kærleik3 með trúar og bænarorði og f°9r.j söng, en ekki sízt með fögru eftird33^ Hann var hinn trúi og góði hirðir, ~’ ^ rækti vel sitt köllunarstarf. Hann Pf’ og bætti sitt umhverfi allt, eigi í andlegum skilningi heldur og Þen 0g stað, bæði að húsum og rsekton 226 J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.