Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 78

Kirkjuritið - 01.09.1977, Page 78
ustu predikunarembættisins og þjón- ustu við rikisvald og sveitarfélag. Við þessar aðstæður var ekki margt, sem keppti við kirkjuna um hugi og líf manna. En upp úr miðri síðustu öld tóku lífshættir þjóðarinnar að breytast og varð sú breyting mjög hröð um sl. aldamót og framan af þessari öld. Þetta verður við vaxandi trú þjóðar- innar á getu sjálfrar sín og framfarir í atvinnutækni, einkum til sjávar. Því fylgdu svo breyttir atvinnuhættir. Fólk- ið flutti úr sveitunum að sjávarsíðunni. Þar risu umhverfis allt land þorp og bæir, sem telja nú hundruð og þús- undir íbúa, sem vinna að margþætt- um framleiðslu- og iðnaðarstörfum. Silfur og gull þjóðarinnar hættir að renna úr landinu og fjármagn mynd- ast til margvislegra framfarafyrirtækja fyrir þjóðarheildina. Það leiðir til bættra samgangna innan lands og viö útlönd og aukinna lifsþæginda. Vegir eru lagðir, bílar og flugvélar o. s. frv. koma til skjalanna. Tala þjóð- arinnar tvöfaldast á tæpum 50 árum. Þjóðin kemst í nánari tengsl við umheiminn, og við það veitast nýir straumar auðveldlega inn í landið. Stjórnmálastarfsemi verður almenn. Áður óþekkt skilyrði til margvíslegrar félagsstarfsemi þróast. Blaða-, tíma- rita- og bókaútgáfa eykst stórkostlega og munu hvergi í heiminum jafnmörg blöð og tímarit á einstakling og hér. Rafmagn, útvarp og sími verður al- mennings eign. Þjóðin tekur að búa í húsum úr steini og timbri í stað torf- húsa áður. 7/7 þess að standa undir þessu öllu þarf þjóðin að leggja mikið á sig. 236 Áherzlan á árangur vex og um leið hraði og sérhæfing. Stórir almenningS' skólar rísa og sérskólar o. s. frv. Á um það bil 70 árum tekur þjóðin stökk frá því að vera landbúnaðarþjóó og í það að vera nútíma iðnaðarþjóÖ■ í þessum hamförum líður hin garnl3 bændamenning undir lok og umskip*' in eru svo snögg, að tengslin mil*1 hins gamla og nýja í lífsháttum þjóðaf' innar rofna alveg, einnig til sveita- Hvaða áhrif hefur þetta nú á st^ krikjunnar og prestanna? Það dregst saman, minnkar. Flutningur fólks úr sveitunum sjávarsíðunnar leysir upp hin stófLl heimili sveitanna og um leið söfnuð' inn. Þegar þetta fólk kom til nýrra heimkynna í bæjunum var ekki au®' velt að tengjast söfnuðinum þar, það var af ýmsum ástæðum fleiruríI en ókunnugleika. Verður komið að Pvl síðar. Menn einangruðust þannig frá söf^ uðinum og starfi hans og um hverjir frá öðrum. En hér fór f|eira saman. Útvarpið útrýmdi viða að s' ustu heimilisguðsþjónustum safnaÓar ins. En um leið og guðsþjónustulíf' iðis1 frá hvarf úr lífi heimilisins einangra jafnvel heimilisfólkið sjálft hvert öðru í trúarlegu tilliti, og þá varð frU' boðun og trúaruppeldi heimilis'n^ meðal barnanna ólífrænna og el< eins markvisst og áður og safnaÓar vitundin giataðist. Fyrir hinni ungu kynslóð varð safn aðarlífið og safnaðarstarfið og iaínVf ekki trúin lengur hið eðlilega og s\a ( sagða. Þau lærðu að biðja og ^ kverið, en ólust óvíða upp við að ía þátt í sameiginlegri guðsþjónljS

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.