Jörð - 01.12.1931, Page 110
184
HUGREKKI BARNA
f JÖl'ð
við eitthvert eða fleiri þes.sara meginatriða. Menn, sem gerast
kjarklausir, reyna samt að halda uppi sjálfsáliti og sýningi gagn-
vart öðrum. Þeir snúa sér þá undan veruleikanum, frá því að vera
raunverulega liðtækir menn, frá samlífinu við aðra.
Menn þessa má þó ekki áfella harðlega. Dr. Adler hefir sýnt
fram á, að maðurinn er ekki kominn fram úr fimm ára aldri, þegar
líl'sviðhorf hans er mikið til fastákveðið. 'Að vísu geta leiðrétting-
ar átt sér stað; kjarkleysinginn getur orðið hugrakkur mannfélags-
meðlimur með eðlilega ábyrgðartilfinningu; en þó því aðeins, að
honum skiijist upptök vangiftu sinnard) Eru það þrír flokkar
barna, serh öðrum fremur eiga í vök að verjast. Fyrst er að telja
born, er »vantar eitthvað« frá fæðingu; þó að þau hafi t. d. fulla
greind, þá verður það rík tilhneyging hjá þeim, vegna samanburð-
ar við aðra, að hugsa um sig, en hirða ekki um náungann, nema
þau eigi því láni að fagna í óláninu, að verða snemma aðnjótandi
viturlegra áhrifa. í öðru lagi eru börn, sem spillt hefir verið með
dálæti; hafa aldrei fengið tækifæri til að reyna kraftana. 1 þriðja
lagi eru vanrækt börn og kúlduð.
Ráðið við öllu óláni er að temja sér liugreklci og swmvinnu við
aðra. Af þeim sökum hefir uppeldi orðið aðaláhugamál dr. Adlers.
Uppgötvanir hans eru nú orðið hagnýttar í hundruðum skóla. I
Vínarborg einni eru 27 leiðbeiningastofur í einkasálarfræði, þar
sem kennarar *og foreldrar geta rætt vandamál barna sinna við
reynda sérfræðinga. — Nokkur undanfarin ár hefir dr. Adler á
hverju ári farið samkvæmt tilmælum til Bandaríkjanna, til þess að
koma þar á fót samskonar starfsemi. Hann hefir þegar hjálpað
þúsundum manna, til að ráða fram úr einkamálum sínum og verða
pðrum til upplýsingar um hið sama).
E F A Ð nokkur kærði sig um að ganga að því vísu,
áð barn hans yrði giftulaust í lífinu, þá væri það hægt
með einföldu móti : 1) draga í hvívetna kjark úr barninu
og 2) halda því frá öðrum bömum. Aðferðir til að draga
kjark úr barni eru margar. Refsaðu því, og það mun
ganga úr skugga um, að þú ert mjög sterkur, en það sjálft
varnarlaust. Spyrji það spuminga, þá skaltu anza: »Þú
skilur það, þegar þú ert orðinn stór«. Verður barninu þá
ljóst, að þú skoðar það ekki sem jafningja. Það mun
hætta að spyrja og verða dult og heimskt. Láttu það'
ávallt verða vart við, að þú sért á verði vegna heilsu þess
og varaðu það sífellt við þeim hættum, sem eru því sam-
!) Þetta síðasta mun uppgötvun sálgrennslunaraðferðarinnar.
Ritstj.