Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 9
Jólaádrepa til margra
JÓLIN eru að koma —1 „hátíð barnanna“ enun vér vön
að segja — er ekki svo? Óneitanlega væri vel upp á
jólin lialdið, ef börnunum væri gefin —- sú athygli,
sem þau verðskulda. Næst hér á undan er kvæði eftir
Pétur Sigurðsson, erindreka, sem lýsir vel, livað vér hin
fuílorðnu (og hin eldri börn) gætum gefið litlu börnun-
um, — ef vér værum ekki ennþá minni sjálf, — værum
ekki — smásálir. Lítil börn eru ekki smásálir, — en vér
hin eldri, kremjum þau og kreistum upp andlega, (líkt
og fótur kínverska meybarnsins var til skamms tima kreist-
ur og kraminn ög aflagaður af of þröngum skó, sem
frægt er orðið), þangað til það l)arn, sem af náttúrunnar
hendi var „liæft fyrir liimnariki“, eftir sárar sorgarþján-
ingar (sem vér, „hin þroskaðri“, horfum upp á sljóum
og skilningsvana augum, líkt og nautgripur stígur ofan
á barnsfót) er „útskrifað“ — sem samskonar smásál og
vér erum sjálf.
Vér erum fæst spekingar að viti og e. t. v. enn færri
raunverulega þroskað fólk og þess er ekki af oss krafizt,
að vér látum börnunum annað i té en það, sem liver smæl-
inginn væri fær um, ef liann — væri ekki of smár, til að
finna til skyldleikans við smæð barnsins síns. En „hver
sem hnevkslar einn af þessum smælingjum — lætra væri
honum, að kvarnarsteinn væri hengdur um liálsinn á
honum og honum sökkt í Iiafsins djúp.“
Tökum oss því á þessum jólum, — þó að ekki væri til
annars en að bjarga sjálfum oss undan örlögum Jóns
Gerrekssonar — í einni mvnd eða annarri —• t. d. þvi
að horfa upp á og súpa seyðið af spillingu barnsins, sem
vér þrátt fvrir allt elskum og vildum jafnvel líða talsvert
fyrir, — ef vér værum að eins ekki of — smá sjálf, til
að sjá bið stóra í gerfi bins smáa — barns.
Tökum sinnaskiftum á þessum jólum. Gefum barni voru
þá jólagjöf, sem allir gætu gefið, og það munar mest um.
Gleðileg j 61!
JÖBÐ
207