Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 44
g'eti talizl til góðra bókmennta. Þar er, í viðbót við það,
sem nefnt befur verið, undir því komið, að hann sé þess
megnugur að gefa kvæðinu sinn persónulega blæ, að það
sé eittlivað nýtt og sérstætt i því, tónn, sem aðrir eigi ekki.
En við getum lesið iieilar ljóðabækur, sæmilegar að rimi
og hugsun, — já, þær geta borið. vitni um frábæra hag-
mælsku og ágæta greind, án þess að þar sé eitt einasta
kvæði, sem hafi á sér nýjan og sérstæðan svip. Þarna
er eitt, sem hefur ekkert sérstakt yfirbragð, annað, sem
minnir á kvæði Davíðs Stefánssonar, þriðja, sem sýnist
vera eftir Stepban G. Stephansson, reyndar frekar illa
upplagðan, fjórða auðsæilega steypt í móti frá Tómasi
Guðmundssyni, en steypugallar á, — o. s. frv.
Það er því miður þannig, að þó að Raddir um nótt og
Út við eyjar blár sýni glögglega bæði liagmælsku og mjög
góða greind höfundanna, þá hefur þeim ekki ennþá tek-
izt að finna sér persónulegt form. Eftir séra Helga Sveins-
son lief eg annars séð eitt kvæði, sem mér fannst bera
þess vott, að hann ætti sér framtíð sem skáld, en þetta
kvæði er ekki í bókinni, livort sem hófundurinn liefur
gleymt því eða sú hefur orðið raunin, að hann hafi veg-
ið það og fundið léttvægt. Og þó að séra Helgi segi sitt-
hvað vel og viturlega, er liætt við því, að örlög þessarar
fyrstu ljóðabókar hans verði hin sömu og Út við eyjar
blár, þeirra beggja biði bið sama og mýmargra annarra
islenzkra ljóðabóka: Þær veki fárra alhygli — nýkomn-
ar út — og þegar frá liður glevmist þær öllum öðrum en
þeim, sein umgangast höfunda þeirra — og svo auðvitað
höfundunum sjálfum og eiganda Víkingsútgáfunnar, þess
fyrirtækis, sem hefur kostað útgáfuna.
SKÁLDSÖGUR
P'JALLIÐ OG DRAUMVRINN heitir nýjasta bók Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar, löng saga, en virðist þó aðeins
fyrra bindi af tveimur — já, máski er bún bara fyrsta bindi
af mörgum. Hún gerist í sveit, auðsjáanlega austanfjalls
á Suðurlandi. Iír það fljótsagt, að þessi saga sker lir um
242 jöbd