Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 50
kveðið: Nei, það er ekki hugsanlegt. Guðmundur Daní-
elsson hefur áður gert allstóru og erfiðu viðfangsefni
mjög góð skil í sögunni Á bökkum Boláfljóts, sem enn-
þá verður að telja hans eina afrek, úr því að lokabindi
hins umfangsmesta skáldrits hans hefur dregið verkið
niður sem heild, í stað þess að lyfta því. Þá er það og
auðsýnt, að flaustri og kæruleysi er um að kenna jafnvið-
vaningslega galla á máli og stíl eins og þá, sem lesand-
inn rekur sig á i síðustu bók Guðmundar, því að um það
geta ekki orðið skiptar skoðanir, að hann hefur vfirleitt
mikið vald yfir íslenzku máli og á sér þróttmikinn, glæsi-
legan og mjög persónulegan stíl. Loks er það greinilegt,
eins og ég hef þegar tekið fram, að Guðmundur hefur
sjálfur furidið, að hann gerði ekki verkefninu skil í sam-
ræmi við þau loforð, sem hann hafði gefið i fyrri bind-
unum. En i stað þess að vikja sér á ný að verkefninu
og þreyta við það fang, unz sigur væri unninn, smeygir
hann sér fram hjá þvi og smýgur hak við afglapann Regin-
vald .... En hefur hann þá andlega og líkamlega heilsu
til þess, Guðnnmdur Daníelsson, að þrevta fang við jafn-
tröllaukið viðfangsefni og hann hafði þarna eflt og magn-
að árum saman? .Ta, þar fannstu nú púðrið, þú mildi og
umburðarlyndi lesandi! Við, sem þekkjum Guðmund Dani-
elsson, vitum það mjög vel, að honum hefur verið gefin
heiðingjaheilsa til sálar og likama, verið gefin hún af
þeim sama gjafara og hefur gefið honum rikt imyndun-
arafl, andlegan þrótt, skarjia greind og þann sérkenni-
lega persónuleik, sem mótar stíl hans. Guðmundur Dani-
elsson verður því ekki einu sinni afsakaður með þvi, að
hann skorti andlega eða líkamlega heilsu. Hann getur,
flestum öðrum fremur, lagt á sig vökur og yfirleitt hverjar
þær vilja- og' þrekraunir, sem nauðsynlegar kunna að
vera til þess að gera stóru og erfiðu viðfangsefni hin fyllstu
skil.
Þess skal að lokum getið, að ef Landið handan lands-
ins hefði verið sjálfstæð saga — og svo laust er samband-
ið milli hennar og hinna fyrri binda, að ekki hefði þurft
248 jðRf>