Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 116
Úr dagbók Guðmundar S. Hofdal:
Maður á ekki að gle/ma öllu jafnóðum
Fyrir 10 árum gerðist atburður hér á íslandi, sem JÖRÐ telur
meðal þeirra, er ekki eiga að líða fram hjá sjónum þjóðarinnar
eins og hún sjái hvorki né skilji það, er fyrir augu her. JÖRÐ
verður að vísu að játa, að hún hefur engan sérstakan áhuga fyrir
spíritisma; luin telur, að eilífðartrúna verði að byggja á dýpri og
Iraustari undirstöðu en vísindin eru, þó að góð séu, réttilega not-
uð. En sl'jóleiki á alveg óskylt við þá undirstöðu.
Eftirfarandi frásaga greinir frá atburði þessum og var hirt i Les-
hók Morgunblaðsins 2. des. 1934, en er tekin orðrétt upp úr vasa-
bók Guðmundar Sigurjónssonar Hofdal, og hefur ritstj. sjálfur at-
hugað hana. Ber form frásögunnar með sér, að hún er skrifuð dag-
lega, jafnóðum og sagan gerist, og er þaði nægilega staðfest af vott-
orði Magnúsar á Sveinsstöðum, hins ágæta manns, óg Ólafs son-
ar hans, skráðu í vasabókina. Þar með eru fullar sönnur færðar á
sannindi þess, er frásagan greinir, en þá jafnframt á sannindi
þess almennt, að koma má fram upplýsingum um ókunn efni eftir
„dulrænum" leiðum — auk þeirra skýringa á tilveru og eðli ann-
ars lífs, sem felast í þessu öllu. Jafnframt hefur hún alþýðlegt sögu-
gikli, vegna nafna þeirra, sem atburðirnir snúast um. Agnes og
Friðrik lágu ekki kyrr í meðvitund íslenzkrar alþýðu. Með þess-
um atburðum og öðrum, er af þeim leiddu, hafa þau vonandi feng-
ið frið. Þess skal getið, að 17. júní 1934 voru líkamsleifar þeirra
jarðsettar i Tjarnarkirkjugarði á Vatnsnesi, en 21. s. m. kom all-
margt fólk saman á brunarústunum á Illugastöðum (á Vatnsnesi)
og var þar beðið fyrir sálum þeirra Agnesar og Friðriks af sóknar-
prestinum. — Miðillinn, sem um er rætt í frásögninni, er kona.
sem er (eða var a.m.k. þá) „rétttrúuð" og heittrúuð. Ritstj.
Síðdegis í dag var sú ákvörðun tekin, að ég legði
af stað snemma í fyrramálið norður i Húnavatns-
sýslu. Tilgangur fararinnar er sá, að leita að dys þeirra
Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, er tekin
voru af lifi í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830, végna morðs
á Nathani Ketilssyni, og grafa upp líkamsleifar þeirra
til endurgreftrunar í vígða mold.
Tildrög þessa máls eru þau, að þvi er ég bezt veit, að
Agnes «g Friðrik hafa sjálf, í gegnum ósjálfráða skrift,
314 Jörð