Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 34
Finnsk saga: Sillanpáá: Skapadægur.
Sænskar sögur:
Selma Lagerlöf: Milla og Gösta Berlings saga. Sten
Stolpe: í biðsal dauðans. Gustaf af Geijerstam: Bókin
um litia bróður. Hjalmar Söderberg: Glas læknir.
Norskar sögur:
Sigrid Undset: Hamingjudagar heima í Noregi. (Raun-
ar endurminningar, en hefur á sér allan blæ fagurs skáld-
skapar). Knut Hamsun: Sultur. Ronald Fangen: Með
tvær hendur tómar. Trggve Gulbrandsen: Dagur í Bjarn-
ardal, I. (Tel aðeins fyrsta bindið hlutgengt). Björnson:
Kátur piltur.
Danskar sögur:
Sigurd Elkjær: Jakob og Hagar. Erika Höger: Anna
Ivanowna.
Færegskar sögur:
Jörgen-Frants Jacobsen: Far, veröld, þinn veg. Hedin
Brn: Feðgar á ferð.
Þetta eru alls 45 skáldsögur — eftir ,‘58 höfunda frá 12
löndum, og þar sem cg lief ekki athugað nema eftir minni
bækur þær, sem gefnar voru út á þ'eim fjórum árum,
sem hér er um að ræða, má vera, að eittlivað vanti í
þessa upptalningu, sem gjarnan hefði þar átl að vera.
En það af bókum, sem ég hef talið liér upp, virðist mér
sanna það glögglega, að íslenzkir bókaútgefendur hafa
sýnt lalsverða viðleitni í þá átt, að hafa upp á að bjóða
mjög sæmilegar þýddar skáldsögur. Yeit ég víst, að velja
hefði mátt í stað ýmissa þeirra sagna, sem út voru gefn-
ar á ])essum árum, aðrar listrænni og að ýmsu leyti veiga-
meiri, en þess ber að gæta, að mikill fjöldi manna hef-
ur að vonum alls ekki til að bera þá bókmenntalega
þjálfun, að hann geti notið sumra þeirra skáldrita, sem
eru merkust fyrir stíltöfra og listtækni höfundarins —
og heldur ekki hinna, þar sem iiöfundur leggur mjög
mikla áherzlu á að skýra með eigin orðum margvísleg
232 jörp