Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 78
SÍMON sag'ði, að áratug áður hefði hann ekki vitað af
því að sitja ær á Gilhagadal, en nú teldi hann það
einum manni ókleift, og var ég látinn vera með honum
flesta daga síðasta sumarið.
Þegar við komum heim á kvöldin, varð okkur það fvrst
fyrir, að setjast að snæðingi og endurtók sig allt af samá
sagan: Símon horðaði mjög ótt og tróð fullan munninn.
Hann tuggði með gúl á báðum vöngum, og kom það all-
oft fyrir, að hann brá við tveimur fingrum, til þess að
missa ekki út úr sér. En gamalt fólk, sem inni sat, spurði,
hvernig okkur liefði liðið og' létum viö oftast vel yfir því.
Þá spurði einhver: „Yar ekki margt af geldfé?“ — „Úðum-
krúð,“ sagði þá Símon og ávallt með svo fulllan munn-
inn, að enginn hefði skilið liann, hefði fólkið ekki ver-
ið húið að fá æfingu.
Símon var fljótur að horða og spratt að þvi loknu lafar-
laust á fætur. Hann gekk um gólf og spjallaði við fólkið
og varð honum tíðrætt um þann mikla stefnivarg, sem
kominn var í dalinn. Hann spáði því, að fráfærur mundu
falla algerlega niður. Þótti sú spásögn ótrúleg í Gilhaga,
en ekki varð langt eftir því að híða, að hún rættist. Hann
spáði því líka, að öll vellíðan hyrfi með fráfærunum, og
vil ég lialda því fram, að sú spá hafi einnig ræzt. Og hef-
ur ógæfan gengið feti framar en nokkurn gat órað fyrir.
Því margur hugði þó, að þegar Sveitirnar væru húnar að
leggja undir sig Dalina, þá mundi búskapur þrífast þar.
En því fór fjarri. Síðan fráfærur hættu, hafa Dalabænd-
ur horfið, en Sveitabændur lijarað og þó alltaf sigið með
sama seinagaiiginum nær og nær ógæfuhliðinni, líkast
því að þeir væru eitthvað i ætt við mögru kýrnar góðkunnu,
UM ÞESSA „nýskipan“ orti Símon margt og mikið og
allt á einn veg. Þá var líka önnur „nýskipan“ í þjóð-
málunum. Það var liið mikla vald atkvæðamagnsins. Ef
fimm mönnum datt i hug að reka einn niann af jörð sinni,
þá máttu þeir það, ef sá hinn sami gat ekki fengið nema
fjóra til að varðveita sig. Með þvi skipulagi jni.sstu hinir
27C jörð