Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 91
hcldur. Félagið var stofnað 1829 og var alla 19. öldina að
færa úl kvíarnar, smátt og smátt. Og þá kom til sögunn-
ar Basileios Zaccharias.
Hann er þekktur undir nafninu Sir Basil Zaharoff. Með-
an á stríðinu slóð, var náið sambánd milli hans og Lloyd
George, en nokkrar tiltölulega meinlausar upljóstranir
um það, hvaða þátt þessi maður hefði átt í hervæðingu.
lierstjórn og utanríkispólitik Breta um og eftir stríðið,
nægðu lil þess að koma Lloyd George úl úr stjórninni að
fullu og öllu, árið 1922. Hafði liann þó framar öllum öðr-
um uunið stríðið fyrir Breta.
Basileios Zacharias var einstakur maður og tvímæla-
laust mesti vopnaprangari, sem heimurinn hefur nokkru
sinni átt. Hann gat t. d. hæll sér af því að hafa selt föður-
landi sinu, Grikklandi, hinn fyrsta kafhát, sem notaður
var í sjóstríði, og um leið að hafa hrætt Tyrki svo með
því, að þeir keyptu tvo kafbáta af honum í staðinn. Búa-
stríðið var líka gotl: Búarnir skutu á Breta með byssum
og kúlum Vickers, og hezt var rússnesk-japanska stríðið
1902—1905. Þá seldi Vickers Rússum líklega ennþá meira
af vopnum lieldur en sjálfum Japönum, sem áttu þó að
heita sambandsmenn Englendinga.
Að sjálfsögðu var það þó heimsstyrjöldin 1914—18, sem
krýndi Sir Basil Zaharoff. Meðan á stríðinu stóð, var vopna-
gróðinn hókstaflega óútreiknanlegur. í stríðslok var álit-
ið, að Sir Basil ætti persónulega 100—150 eða jafnvel 200
milljón sterlingspund.
ÞETTA verður að nægja i bili um hinn þýzka Krupp,
hinar amerísku Bethlehem-stálsmiðjur og hina hrezku
Vickers með Iiinn látna Sir Basil. Það virðist kannski vera
framleiðsla og viðskipti í stórum stíl, en.er þó ekki nema
forleikurinn að aðalsöngleiknum, sem fer fram á
Frönsku.
Frakkland stöð vissulega í fylkingarhroddi vopnasmiðj-
anna, því að í Frakklandi höfðu skapast ný viðhorf:
Vopnasmiðirnir voru ekki lengur stimamjúkir sölumenn
28!)
jonÐ