Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 67
Það er nóg, ef það túlkar liugsun hans, svo lesendur skilji.
Máli Kiljans virðist stöðugt vera að linigna, eftir því sem
húgur hans losnar betur úr íslenzkum menningar-„viðj-
um“ og kemst í sálufélag Stalins. Sennilegt er, að hann
telji nú sumt af því, sem hann hefur vel sagt fyrr á ár-
um, til bernsluibreka, og forðist slikt framvegis.
Sumum mun finnast hér allfast að orði kveðið, en ég
mun fina orðum mínum nokkurn slað liér á eftir. Ég mun
þó ekki fara í sparðamó um öll rit hans. Ég vil aðeins
athuga málið á tveim síðustu ritsmíðum lians, sem ég
hef undir höndum: Formála Laxdælu og timaritsgrein,
er hann nefnir „Málið“. Mun einnig vikið að þeim skoð-
unum um meðferð tungunnar, sem koma fram í grein
hans.
MARGIR góðir íslenzkumenn viðurkenna, að þeir hafi
lært mest af lestri fornsagna. Jafnvel beztu snilling-
ar frændþjóðanna, svo sem Ihsen og Björnson segjast hafa
sótt ritleikni þangað.
Kiljan liefur nýlega umritað Laxdælu. Ætla mætti, að
mál hans hefði ekki lakast við það starf og hæri jafnvel
nokkurn l)læ þess fyrst í slað, ef liann hefði talið forn-
ritamálið til fvrirmyndar. Én Laxdæla hefur runnið i gegn
um Kiljan eins og demantinn í gegn um hrafninn, og hvor-
ugt annað göfgað. Þegar umritun lians er lokið, ritar hann
formála. Virðist mega telja víst, að málið á formála þess-
um sé ekki verra en meðal Kiljanska, og er sanngjarnt
að taka sýnishorn þaðan, og fer það liér á eftir:
„í öndverðu er sem helzt hafi vakað fyrir höfundin-
um, að hókfesta minnisverðar fornsagnir úr ævi byggðar
sinnar af ýmsu tagi, frá upphafinni minningu hinnar fornu
tignarkonu og ættmóður Unnar djúpúðgu, sem i bókinni
rikir með nokkrum hætti vfir öllu norðurhveli heim§, allt
niður í algengar draugasögur. Er sem snillingurinn sé
lengi að þreifa fyrir sér á hljómborðinu, og keniur niður
á ýmis lög og lagahrot, sum rismikil, önnur dulúðug eða
skopleg, en í lausu orsakasambandi innbyrðis, stundum
265
JORD
18