Jörð - 01.12.1944, Side 87
En þella þyrfti að veröa miklu almennara en verið hefui’.
Bjargvegurinn er aðeins einn: aukin framleiðsla. Allir
þyrftu að vinna saman að lienni og styðja þannig hústól])-
ann og landstólpann. Emhættismaðurinn, handverksmað-
urinn og — síðast en ekki sízt — hið einhleypa verkafólk,,
sem ofl verður litið úr aflafé sínu — allir þessir þyrftu:
að láta það fé — eða nokkurn hluta þess, — sem þeir
Iiafa afgangs frá lífsframfæri og eigin starfrækslu, — vinna
að framleiðslunni í landinu, í samvinnufyrirtækjum, ann-
að hvort til lands eða sjávar — eftir því, sem hverjum
er geðfelldast og því, livort virðist líklegra til að ná til-
ganginum. Vitaskuld þvrftu slík félög að fá revnda og
ötula framleiðendur til að slanda við stýrið. Svo þyrftn
og vinnulaun og annar tilkostnaður að miðast við það,
að framleiðslan geti horið sig. En sú hlið á málinu er
efni í annað erindi.
Gamalprestafélagið
sem nefnt er í fyrirsögninni að kvæoi sr. M. Bl. J. hér á undan,
heitir nú raunar eklci beinlínis því nafni, en það liggur við, að
það sé að' vinna sér hefð meðal meðlima ])ess. Á félag þetta hefur
verið lítillega minnzt í JÖRÐ áður. Hinn ágæti þáttur sr. Vilhjálms
Briem, er kom í jólaheftinu 1942, var saminn til flutnings í því
félagi. Vér félagsmenn höldum fundi til skiptanna hver heima hjá
öðrum og er á flestum fundunum flutt erindi og eru þau um marg-
vísleg efni. Annars fer mestur timinn í viðræður. Meðalaldur fé-
iagsmanna væri lítið undir áttræðu, ef ritstj. JARÐAR væri ekki
einn af félöguhum. Samt sækja þeir fundina kappsamlega og eru
fjörugir eins og unglingar, er þeir koma saman. Kvæðið hér að
framan finnst sumum kannski nokkuð remmuhorið, — en það er
líf og fjör i því. Nýlega hefur einn elzti meðlimurinn, sr. Krislinn
Danielsson, sem kunnugt er, fengið útgefinn eftir sig bækling, sem
er andsvar við bók dr. Sigurðar Nordals, „Lif og dauði“ — og munu
ekki mikill ellimörk á ritgerðinni! Einn, sem er áttræður, sér umi
útgáfu á ljóðabókinni Snót. Og svona mætti halda áfram að tetjav
í þessu sambandi vill JÖRD líka geta þess um framanskráð er-
indi sr. M. Bl. J., að ekki ber það ellina verr en sjálfur hann, því
það er eins og það hefði verið skrifað i dag.
Jörð 285*