Jörð - 01.12.1944, Síða 11
sagði.“ I5eUa var norðmaður — og hún dæmdi auðvitað
af sjálfri sér, látan litla.
ÍSÍ lá í sjúkrahúsi og þær voru fjórar litlar stúlkur
O i stofunni saman. Sú elzta var tólf ára og sagði sú
hinum sitthvað af Jesú og kenndi þcim sálma og bænir,
og voru það Sísíar sælustu stundir, er hún var að lilusta
á Jesú-sögurnar. Svo er það einhverju sinni, er Sísí var
þungt haldin, að hjúkrunarkonan, sem var á næturverði,
heyrir eitthvert óvanalegt þrusk úr barnastofunni og gæg-
ist inn. Sér hún þá sjón, sem henni mun seint úr minni
liða. Litlu stúlkurnar voru allar komnar ofan úr rúmum
sinum og krupu á gólfinu við rúm Sísiar, en undir hnén
á henni, sem var svo veik og lítil, höfðu þær lagt kodda.
Voru þær allar að hiðjast fyrir, með spenntum greipum,
og héldu hinar þrjár höndum sínum vfir Sisí litlu, en fvr-
ir henni voru þær að biðja. Sjálf var Sisí litla ljómandi
af gleði, svo veik sem hún þó var.
Nokkru seinna kom að því, að Sísí mátti fara að klæða
sig. Þegar hjúkrunarkonan var húin að hjálpa henni í fötin
og ganga frá öllu, segir hún: „Eigum við ekkert eftir,
Sísí mín?“ Þá kraup Sísí litla niður við rúmið sitt, spennli
greipar og hað morgunhæn fyrir pahha og mönnnu, vinum
og vandamönnum, sjúkum og sorgmæddum. —
Sisi litla var sæt, eins og sjá má af framansögðu. en
disæt var hún ekki, og skulu nú greind dæmi þess.
Einu sinni var Sisí nýklædd sem oftar og hjúkrunar-
konan gekk fram úr stofunni með Iiana. En þegar hún
kom fram i ganginn, segir hjúkrunarkonan: „Æ, Sisí mín!
Kysstu mig nú á kinnina.“ En þá sneri sú litla upp á sig
og sagði: „En sú frekja að fara fram á slíkt — svona rétl
við dyrnar á sjúkrastofunni!“ — Öðru sinni hafði hún ver-
ið að klæða hrúðuna sína, en kom til hjúkrunarkonunnar
og var þó nokkuð niðri fyrir: „Hugsaðu þér,“ sagði hún,
„hvað hann .Tói er frekur. Heldurðu ekki, að hann hafi
setið oghorft á, meðan égvar að færa hrúðuna í nærfötin!“
Með beztu jólaóskum til allra litilta barna.
JÖRÐ
209