Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 20
vel og var það gert. Hóf hann svo messuna með þeirri
ofurmennsku raddfegurðar, að aldrei hafði hann heyrzt
jafn vel gera. Þegar hann sneri sér fram í kirkjuna, til þess
að blessa yfir söfnuðinn, rak hvirfilbyl á kirkjudyrnar,
svo að þær hrukku opnar. Litu menn fram eftir kirkjunni
og sán blasa við opinn Tungustapa. Lagði þaðan út ljósa-
dýrð mikla.
Hneig þá Sveinn örendur niður við altarið.
Svo örlagarík öfl geyma hinir lokuðu hamrastapar!
Undir hlíðarrótum handan hárra holta miðdalsins
bryddir á hrún af grænu túni. Þar eru Laugar, bær Ósvíf-
urs og Guðrúnar. Þá segjum við skilið við benzínþef og
hávaða nútimamenningarinnar og göngum á vit fortíðar-
innar — höldum til Lauga.
s
IVITUND ferðamannsins, sem hér kemur, vakir dul-
rænn máttur þeirrar íslendingasögu, sem segir frá ein-
hverjum glæsilegustu persónum, sem nokkur íslenzk saga
skýrir frá. Hann gengur hér um meira á valdi fortíðar en
nútiðar, sér „liðnar aldir líða hjá“ og skynjar umhverfið
i frásagnarrómantik sögunnar. Sólskinið verður honum
bjartara en annars staðar, fullt af töfrum og sýnum. Sag-
an hefnr helgað þetta land, ofið það myndum ýtrustu
andstæðna, tærustu gleði og dýpstu hörmum. í ásjónum
hlíða og dala les hann gleðileiki íturvaxinna æskumanna,
þolraunir þeirra til manndóms og þroska i sólarbirtu
norræns sumars.
Hér ólst upp ein vitrasta, bezt mennta og kurteisasta
kona þjóðveldisins. Hér ól hún sinar æskuvonir, dreymdi
um fullkomnun lifs sins, en hér brugðust henni draumsjón-
irnar og hér beið hún ósigur i tamningu sins stórhrotna
hugarfars, svo að hún uppskar sárustu kvöl.
Hingað sótti Kjartan Ólafsson til leika. Á sléttum grund-
um dalsins hefur hann þreytt iþróttir við þrekmikla jafn-
aldra sina, svo að hann þroskaðist til þeirrar stórmennsku
í iþróttum að etja kappi við einn mesta íþróttamann, sem
þá mun uppi hafa verið á Norðurlöndum. Og það stór-
218 JÖRÐ