Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 58
ir að skapsmunum og þó gersneyddur yfirlæti; frændurnir Ólafur
og Ólafur, undir allri hægðinni logandi af metnaði eftir beztu
fornaldarfyrirmyndum; presturinn gamli í garðinum sinum —
virðist nú raunar fremur þjónn liins gamla en nýja sáttmála og
fer einmitt hið eðlilegasta á þessu í því íslendingasagna- og Vída-
linspostillu-andrúmslofti, sem rikir í meirihluta bókarinnar; Sanda-
Gerður — ævintýralegt og þó eðlilegt sambland glæsilegrar forn-
konu og nútímakonu. Allt mega þetta heita ógleymanlegar persónur
— að ógleymdum strákhnokkanum, ólíkindatólinu orðhvata, er
segir sumar sögurnar. Sá snáði er aðalpersónan í sögunni „Skiin-
ingstréð“, sem gerist í samskonar umhverfi og „hetjusögurnar“
og að öllu skyld þeim, en er þó meira á sálkönnunarsviðinu. Hún
sýnir drcng, kominn undir fermingaraldur, brjótast úr eggjaskurni
annarlegs valds til sjálfstæðrar þroskabrautar — auk þess sem liún
slær fleiri flugur í sama höggi, eins og gerist um góðar sögur. Sál-
könnunarsaga er og „Móðir barnanna“, er sýnir, sem aðalatriði,
manstilfinning breytast i mannsmeðvitund — fyrir áhrif verklýðs-
hreyfingarinnar. „Brellur“ er smellin lýsing á meinlausum gletting-
um góðborgara í sjávarþorpi. „Tveir bokkar“ er gamansamleg lýsing
úr samskonar umhverfi. — Er þá að eins óminnst á löngu sög-
una, „Kirkjuferð". Er það allfrumleg frásaga um konu, sem að
tápi og ýmsu atgervi er sambærileg við Sanda-Gerði, en grófari í
sér. Gerð sögunnar er sérstæð og hafa sumir fundið að hcnni, en
hún hefur sína kosti, og er að JARÐAR dómi siður en svo, að hún
rýri söguna. Á sögunni er falleg reisn — og hvítglóandi hiti undir
þar, sem hæst ris — undirheimahiti, að því er höf. gefur i skyn.
—— Sagan er skrifuð frá kristnu sjónarmiði, þó að því sé ekki haldið
upp að nefi lesandans. Er þetta mjög myndarleg saga, en verður
vegna rúmleysis að gefa frá sér að sinni að gera lienni nánari skil. —
Bókin er í einu orði sagt ákaflega eiguleg.
Þér eruð Ijós heimsins eftir sr. Björn Magnússon. Siðræn viðhorf
í ljósi Fjallræðunnar. — Stærð: 192 hls. Útg.: Bókaútgáfan Norðri
h.f. Prentverk Odds Björnssonar.
Það er svipað um þessa bók að segja og ekki siður: Það þarf tölu-
vert rúm, til að gera henni sæmileg skil i umsögn og verður þvi
að ætla á framtiðina í því efni. Hér skal þess eins getið, að sam-
hengið í islenzkri þjóðmenning stendur og fellur með því, að slík
verk og þvílik séu framleidd og lesin í sveitum landsins. Sr. Björn
Magnúss'on her nú hæst þeirra, er halda uppi hinu þjóðlega merki
fræði-iðkana á íslenzkum sveitaheimilum.
Jón Sigurðsson í ræðu og riti. Úrvalskaflar úr ræðum og ritum
J. S. ásamt skýrandi greinum eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, er sá uni
256 jöb»