Jörð - 01.12.1944, Blaðsíða 54
í mjög fáum dráttum — nokkur strik, og svo ætlast hann
til þess, að þessi eða liin manneskjan standi okkur Ijós-
lifandi fyrir sjónum og verði okkur lielzt eftirminnileg.
Jú, til eru þeir listamenn, sem tekst sú list, að draga upp
með fáum og grönnum strikum spillifandi persónur, en
þeir, sem þetta tekst, eru áreiðanlega færri en liinir, og
sjálfsagt er þetta vandfarnari leið en sú, að hafa strikin
fleiri og breiðari. Ég býst líka við því, að mannlýsingar
Jóns mundu vinna við það, að hann fórnaði þeim meiri
tíma en hann sjálfsagt gerir nú — og nolaði fleiri og jafn-
vel fyllri drætti. Hressileg skapgerð lians ætti að vera
trygging fyrir því, að hánn yrði aldrei leiðinlega dundur-
samur og nákvæmur, og hann er svo yfirlætislaus í sög-
um sínum, að lionum ælti ekki að vera hætt við of mikl-
um íhurði og krúsidúllum. Það er mála sannast, að sögur
hans sýna glögglega, að hann er ærið hugkvæmur, auk
þess sem hann liefur til að hera mikla ritleikni, næma
smekkvísi og hefur reynzt fær um að skapa sér sinn per-
sónulega stíl, og virðist mér því, að ef liann gæfi sér tóm
lil þess frá öðrum viðfangsefnum, að velta söguefni fyrir
sér um hríð og síðan forma það í ró og næði, þá ætti hann
að geta skapað sögur, sem auk þeirra kosta, sem sögur
hans hafa nú, væru gæddar meiri fyllingu og ríkara lífi.
Við sólarupprás. Þetta smásagnasafn er með afbrigð-
um ómerkilegt, en samt sem áður þykir mér rétt að fara
um það nokkrum orðum. Höfundurinn kallar sig Hug-
rúnu, en lieitir Filippía Kristjánsdóttir. ísafoldarprent-
smiðja liefur gefið út eftir konu þessa tvær ljóðahækur,
mjög snyrtilegar að ytra frágangi, og nú hefur sami út-
gefandi fundið hjá sér köllun til að gefa úl smásögur eftir
skáldkonuna. Er þar skemmst frá að segja, að þó að ljóð-
in þeirra Hugrúnar og Filippíu séu ekki neitt lífsundur
snilldar og frumleika, þá eru þau þó eins og gijlltur leir
hjá gráum leir, þegar þau eru horin saman við sögurnar.
í sögunum vottar hvergi fyrir persónusköpun, ómótaður
og liflaus íeirköggull, áðeins skirður einhverju' manns-
252 jöan